Útgáfa Sögufélags
-
Ekkert nýtt, nema veröldin
3.900kr. Setja í körfu -
Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen 1807-1808
3.900kr. Setja í körfu -
Menning og meinsemdir
Frekari upplýsingar -
Landsnefndin fyrri / Den islandske landkommission 1770-1771 III
8.900kr. Setja í körfu -
Landsnefndin fyrri / Den islandske landkommission 1770-1771 II
8.900kr. Setja í körfu -
Landsnefndin fyrri / Den islandske landkommission 1770-1771 I
8.900kr. Setja í körfu -
Leiðarminni: Helgi Þorláksson sjötugur 8. ágúst 2015
Frekari upplýsingar -
Menntaspor
3.500kr. Setja í körfu -
Stjórnaráð Íslands – Öll 5 bindin
5.000kr. Setja í körfu -
Stjórnarráð Íslands 1904-1964 II
1.500kr. Setja í körfu -
Stjórnarráð Íslands 1904-1964 I
1.500kr. Setja í körfu -
Árnessýsla: Sýslu- og sóknalýsingar
3.900kr. Frekari upplýsingar -
Saga og samfélag. Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar
Frekari upplýsingar -
Í Babýlon við Eyrarsund
2.500kr. Setja í körfu -
Skaftafellssýsla: Sýslu- og sóknalýsingar
3.900kr. Frekari upplýsingar -
Jarðabréf frá 16. og 17. öld
2.500kr. Setja í körfu -
Jarðabók 12. bindi – Atriðisorðaskrá
2.500kr. Setja í körfu -
Jarðabók 11. bindi -Þingeyjarsýsla
3.000kr. Setja í körfu -
Saga og kirkja: afmælisrit Magnúsar Már Lárussonar fyrrverandi háskólarektors
Frekari upplýsingar -
Jarðabók 10. bindi – Eyjafjarðarsýsla
2.500kr. Setja í körfu
Auk stakra fræðirita um sagnfræði gefur Sögufélag út ýmsar ritraðir:
Safn Sögufélags er ritröð sem inniheldur þýdd rit síðari alda um Ísland og Íslendinga. Í henni hafa komið út rit eins og Crymogæa eftir Arngrím Jónsson lærða í þýðingu Jakobs Benediktssonar og Frásagnir af Íslandi eftir Johann Anderson.
Smárit Sögufélags eru stuttar bækur sem fjalla hver um sig um afmörkuð efni. Þar eru ýmist birtar frumheimildir eða rannsóknir í sagnfræði og skyldum greinum. Smáritin eru oft byggð á lokaverkefnum í háskólum hér heima og erlendis sem fjalla um sögu Íslands.
Alþingisbækur Íslands komu út í sautján bindum á árunum 1912-1990 og eru gjörðir Alþingis við Öxará 1570-1800
Safn til sögu Reykjavíkur kom út í sex bindum og flutti lesendum grundvallarheimildir um sögu Reykjavíkur
Fyrir meira en hálfri öld hófst löng vegferð, vinna við að gefa út skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, þegar Bergsteinn Jónsson síðar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó bréf frá nefndinni og nokkurra embættismanna til útgáfu á vegum Sögufélags. Út komu tvö bindi, hið fyrra árið 1958 og síðara 1961. Undirbúningur hélt áfram að útgáfu bréfa embættismanna, en óráðið var þá hversu mikinn hluta safnsins ætti að gefa út. Nokkrar atlögur voru síðar gerðar á vegum félagsins að frekari uppskriftum, en því verki lauk ekki. Hér er hafist handa að nýju og stendur til að gefa út heildarsafn skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, bréf og skýrslur frá almenningi, prestum, sýslumönnum, lögmönnum og öðrum embættismönnum veraldlegrar og andlegrar stéttar, auk allra gagna Landsnefndarinnar sjálfrar. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa verks frá árinu 2012 og gefur Þjóðskjalasafn Íslands bréfin út í samstarfi við Ríkisskjalasafnið í Danmörku og Sögufélag. Bréf sem áður höfðu verið gefin út verða endurútgefin í heildarsafninu.
Ritröðin á sér veglega vefsíðu, Landsnefndin.is.
Yfirrétturinn á Íslandi var starfandi á árunum 1563-1800. Stefnt er að því að gefa út heildarsafn varðveittra gagna frá yfirrétti og aukalögþingum, en þau skjöl eru raunar hluti af sögu Alþingis hins forna. Áætlað er að þetta heildarsafn varðveittra gagna frá yfirréttinum komi út í átta bindum á næstu árum.
Voru skrifaðar fyrir Hið íslenska bókmenntafélag á árunum eftir 1839 að tillögu Jónasar Hallgrímssonar og áttu að verða uppistaðan í Íslandslýsingu hans sem aldrei varð að veruleika.
Stjórnarráð Íslands 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson kom út í tveimur bindum árið 1969. Á 100 ára afmælinu voru bindin tvö endurútgefin, auk þess sem út kom nýtt þriggja binda verk, Stjórnarráð Íslands 1964-2004.
Sögufélag, líkt og námsbraut í sagnfræði við Háskóla Íslands, notar Chicago-kerfið við heimildaskráningu. Í tímaritinu Sögu er notuð samsett heimilda- og tilvísanaskrá neðanmáls, þ.e. engin sérstök heimildaskrá kemur í lok greina heldur eru heimildir innfærðar til fulls í fyrstu tilvísun í neðanmálsgreinum. Í bókum Sögufélags er hins vegar ýmist notast við neðan- eða aftanmálsgreinar og þeim fylgir ætíð skrá yfir prentaðar og óprentaðar heimildir í lok bókar. Til viðbótar við Chicago-kerfið hefur Saga sérstakar reglur um vísanir í ákveðin rit, svo sem Alþingistíðindi.
Tilnefningar og viðkenningar fyrir bækur Sögufélags 2011-2021
2021
Kristjana Vigdís Ingvadóttir – Þrautsegja og mikilvægi íslenskrar tungu. Um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverluananna
Már Jónsson – Galdur og guðlast. Dómdur og skjöl
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis.
2020
Sumarliði R. Ísleifsson – Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár.
- Hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020
Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir – Konur sem kjósa. Aldarsaga
- Hlaut Verðlaun bóksala 2020 í flokki fræðirita og annað sæti fyrir bestu bókakápu
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
- Hlaut Fjöruverðlaunin 2021
- Hlaut gullverðlaun Fít – Félag íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun
- Hlaut gullverðlaun Art Directors Club Europe fyrir bókahönnun
- Tilnefnd til Íslensku hönnunarverðlaunanna
2019
Unnur Birna Karlsdóttir – Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
- Tilnefnd til Fjöruverðlauna
- Gjöf Jóns Sigurðssonar þriðju verðlaun
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
- „Vandað og aðgengilegt sagnfræðirit um einkennisdýr austuröræfanna, einstaka sögu þeirra og samband við þjóðina.“
2018
- Gjöf Jóns Sigurðssonar önnur verðlaun
Kristín Svava Tómasdóttir – Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar
- Hlaut viðurkenningu Hagþenkis
- „Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.“
- Annað sæti í verðlaunum bóksala
Axel Kristinsson – Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabil Íslands
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
- „Ögrandi söguskoðun og eftirtektarverður frásagnarstíll höfundar mynda öfluga heild.“
2017
Steinunn Kristjánsdóttir – Leitin að klaustrunum
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
- Tilnefnd til Fjöruverðlauna
- Hlaut viðurkenningu Hagþenkis
- „Með látlausum, en jafnframt einlægum frásagnarstíl, gefur Steinunn lesandanum færi á að skyggnast inn í heim og huga fræðimanns og fylgja honum eftir við hvert fótmál.“
- Hlaut verðlaun bóksala
- Hlaut Menningarverðlaun DV
Vilhelm Vilhelmsson – Sjálfstætt fólk
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
- „Aðgengilegt og vel skrifað rit sem sýnir hvernig vinnufólk fyrri tíma gat haft áhrif á bága stöðu sína með hversdagslegu andófi og óhlýðni.“
- Tilnefnd til Menningarverðlauna DV
„Svo veistu að þú varst ekki hér“. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Ritstjórar Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
- Tilnefnd til Menningarverðlauna DV
2016
Landsnefndin fyrri 1770-1771 I og II. Ritstjórar Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir
- Tilnefndar til viðurkenningar Hagþenkis
- Einstaklega vönduð útgáfa á frumheimildum um íslenskt samfélag á 18. öld. Ítarlegur inngangur, orðskýringar og vefsíða gefa verkinu aukið gildi.
Sverrir Jakobsson, Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281
- Viðurkenning Gjafar Jóns Sigurðssonar
Yngvi Leifsson, Með álfum. Ævisaga flökkukonunnar Ingiríðar Eiríksdóttur frá Haga í Þingeyjarsýslu 1777-1857
- Viðurkenning Gjafar Jóns Sigurðssonar
2015
Smári Geirsson – Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
- „Afar fróðleg frásögn í máli og myndum af ævintýralegum þætti íslenskrar efnahags- og atvinnusögu.“
2012
Steinunn Kristjánsdóttir. Sagan af klaustrinu Skriðu
- Hlaut Fjöruverðlaunin
- Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
- „Í verkinu er rakin aðdragandi og framvinda merkilegs forleifauppgraftar og fléttað inn sögulegum fróðleik og tilraunum til túlkunar svo úr verður spennandi saga studd góðum ljósmyndum.“
- Viðurkenning Gjafar Jóns Sigurðssonar
2011
Páll Björnsson – Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
- Hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011
- Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis
- „Frumlegt og vandað verk þar sem nýjum fræðilegum aðferðum og kenningum er beitt á nærtækt efni á aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.“
- Viðurkenning Gjafar Jóns Sigurðssonar