Höfundur
Gunnar Stefánsson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
9979905913
Blaðsíðufjöldi
430
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
19.-21. öld, Menningarsaga, Sagnfræði

Útvarp Reykjavík: saga Ríkisútvarpsins 1930-1960

Gunnar Stefánsson

2.500kr.

Útvarp Reykjavík er saga Ríkisútvarpsins frá stofnun 1930 og fram til 1960. Fyrst er rakinn aðdragandi og upphaf útvarps á Íslandi og sagt frá einkastöðinni sem var fyrirrennari Ríkisútvarpsins. Stofnun þess er lýst og og brugðið upp myndum af því hvernig það festist í sessi með þjóðinni og varð sjálfsagður þáttur í daglegu lífi. Með útvarpinu kom umheimurinn fyrst inn á gafl hjá hverjum manni, fréttir og tilkynningar bárust á samri stund inn á öll heimili og afskekkt héruð fengu að  jóta heimsmenningarinnar. Ríkisútvarpið hafði brátt mikil áhrif á listalíf og listasmekk þjóðarinnar, meðal annars með tónlistar- og leikflutningi. Sagt er frá áhrifum styrjaldarinnar á stofnunina og ágreiningi um fréttir og fréttaskýringar, því útvarpið komst ekki hjá því að dragast inn í stjórnmálaátök, þótt því væri ætlað að forðast afskipti af deilumálum. Greint er ítarlega frá áformum um að reisa hús yfir Ríkisútvarpið eftir stríð. Þá segir frá forystu þess við að stofna og reka Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig er rækilega skýrt frá dagskránni sjálfri og þróun hennar og sagt frá ýmsum eftirminnilegum útvarpsmönnum og útvarpsþáttum.

Útvarp Reykjavík er saga Ríkisútvarpsins frá stofnun 1930 og fram til 1960. Fyrst er rakinn aðdragandi og upphaf útvarps á Íslandi og sagt frá einkastöðinni sem var fyrirrennari Ríkisútvarpsins. Stofnun þess er lýst og og brugðið upp myndum af því hvernig það festist í sessi með þjóðinni og varð sjálfsagður þáttur í daglegu lífi. Með útvarpinu kom umheimurinn fyrst inn á gafl hjá hverjum manni, fréttir og tilkynningar bárust á samri stund inn á öll heimili og afskekkt héruð fengu að jóta heimsmenningarinnar. Ríkisútvarpið hafði brátt mikil áhrif á listalíf og listasmekk þjóðarinnar, meðal annars með tónlistar- og leikflutningi. Sagt er frá áhrifum styrjaldarinnar á stofnunina og ágreiningi um fréttir og fréttaskýringar, því útvarpið komst ekki hjá því að dragast inn í stjórnmálaátök, þótt því væri ætlað að forðast afskipti af deilumálum. Greint er ítarlega frá áformum um að reisa hús yfir Ríkisútvarpið eftir stríð. Þá segir frá forystu þess við að stofna og reka Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig er rækilega skýrt frá dagskránni sjálfri og þróun hennar og sagt frá ýmsum eftirminnilegum útvarpsmönnum og útvarpsþáttum.

Saga Ríkisútvarpsins er merkur þáttur í sögu þjóðarinnar á þessari öld. Í bókinni er vitnað til fjölmargra heimilda, prentaðra sem óprentaðra, og sitthvað sótt í skjalasöfn Ríkisútvarpsins. Bregður það fróðlegu ljósi á þessa umbrotatíma, það sem gerðist að tjaldabaki í stofnuninni og í samskiptum hennar við stjórnvöld. Í bókinni er fjöldi mynda.

Gunnar Stefánsson (f. 1946) starfaði við Ríkisútvarpið um langt skeið, fyrst sem þulur og síðar við dagskrárstjórn, flutning efnis í útvarpi og þáttagerð. Hann lauk prófi í íslensku og bókmenntasögu við Háskóla Íslands. Um tíma var hann bókmenntaráðunautur Iðunnar og hefur verið ritstjóri Andvara, rits Hins íslenska þjóðvinafélags, frá 1985. Þá hefur hann skrifað bókmennta- og leiklistargagnrýni í dagblöð í fjölda ára og fengist við þýðingar.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.