„Við fögnum hvers konar stuðningi, eingreiðslum, minningargjöfum, eða mánaðarlegum framlögum.“
Sögufélag er menningarfélag sem sinnir mikilvægu starfi. Útgáfa rita og heimilda um sögu íslenskrar þjóðar myndar hornsteininn í sjálfvitund Íslendinga. Sögufélag er þrátt fyrir það sjálfseignarstofnun og útgáfa félagsins er undir styrkfé komin.
Öllum er velkomið að leggja til Aldarsjóðs – útgáfusjóðs Sögufélags og styðja þannig við mikilvægt menningarstarf félagsins. Við fögnum hvers konar stuðningi, eingreiðslum, minningargjöfum, eða mánaðarlegum framlögum.
Fyrir frekari upplýsingar, hærri framlög eða sérstakar óskir vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra í síma 845-7538 eða pósti gudrun@sogufelag.is.
Velunnari Sögufélags styður útgáfusjóð félagsins með mánaðarlegum eða stökum framlögum.
Fjárframlög einstaklinga og fyrirtækja til Sögufélags eru frádráttarbær frá skatti. Á það við hvort sem um er að ræða einstakar gjafir til félagsins eða reglulegan stuðning. Félagsgjöld eða greiðslur fyrir vörur og þjónustu skapa ekki rétt til skattfrádráttar.
Samkvæmt lögum um almannaheillafélög geta einstaklingar fengið skattfrádrátt fyrir gjöf til félaga sem skráð eru á almannaheillafélagaskrá ef samanlögð styrkupphæð er á bilinu 10.000 – 350.000 kr. á almanaksárinu.
Fyrirtæki eða lögaðilar geta fengið skattfrádrátt fyrir framlag eða gjöf sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum fyrirtækisins á því ári sem gjöf er veitt.
Styrktaraðilinn þarf ekkert að aðhafast. Sögufélag kemur upplýsingum um alla frádráttarbæra styrki til Skattsins og við það lækkar skattstofn styrktaraðilans á viðkomandi almanaksári. Afslátturinn nemur tekjuskatthlutfalli styrkveitanda en hlutfallið er breytilegt eftir tekjum. Styrkveitingar koma því fram á skattframtali hvers og eins.