Um Sögufélag

 „Markmið félagsins er að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. “

Sögufélag vill auka þekkingu, skilning og áhuga á sögu Íslands, og ná til almennings, fræðimanna, sagnfræðinema og annars áhugafólks um sögu. Sögufélag vill vera sýnilegt í samfélaginu, miðla efni og efla samtal um sögu og sagnfræði. Það gerir félagið með útgáfustarfsemi sinni, málþingum, höfundakvöldum og öðru þess háttar. Félagið hefur jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni. Allir sem áhuga hafa á sögu og sagnfræði geta gengið í félagið en áskrifendur að tímaritinu Sögu eru jafnframt félagar í Sögufélagi. Einnig er hægt að vera félagi án áskriftar.

Sögufélag gefur út tímaritið Sögu og vönduð sagnfræðirit um sögu Íslands og annað sögulegt efni. Útgefin rit félagsins skulu vera fjölbreytt að efnisvali og gefin út á prenti eða með rafrænum hætti. Áherslur og forgangsröðun má sjá í útgáfustefnu Sögufélags.

Sögufélag miðlar upplýsingum um starfsemi sína með því að kynna viðfangsefni sín skipulega, vekja umræðu um útgáfur sínar og stuðla markvisst að samræðu í samfélaginu um söguleg efni. Í miðlunarstefnu eru leiðir að markinu skilgreindar frekar.

Til þess að ná markmiðum sínum hefur Sögufélag á frumkvæði að samstarfi við stofnanir, skóla, fræði- og menningarfélög.

 

Skrifstofa félagsins og verslun þess er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Utan þess tíma má hafa samband í netfangið sogufelag@sogufelag.is eða í síma 781 6400. Fréttir og upplýsingar um viðburði félagsins má einnig finna á fréttasíðunni og á fésbókarsíðu Sögufélags.

Heimilisfang: Gunnarshús, Dyngjuvegur 8, 104 Reykjavík
Sími: 781 6400
Netfang: sogufelag@sogufelag.is
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir: gudrun@sogufelag.is

Forseti
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður: forseti@sogufelag.is

Varaforseti
Rósa Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands: rm@hi.is

Ritari

Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga á Borgarsögusafni: helga.maureen.gylfadottir@reykjavik.is

Gjaldkeri
Lóa S. Kristjánsdóttir, sögukennari við Menntaskólann við Sund: loakristjansdottir@gmail.com

Meðstjórnendur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir f.v. utanríkisráðherra: ingibjorg.solrun@simnet.is

Viðar Pálsson dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands: vp@hi.is

Sigrún Jónsdóttir meistaranemi í sagnfræði við Háskóla Íslands: sij@hi.is

Rekstur Sögufélags

Sögufélag er sjálfseignarstofnun og er rekstur þess styrktur af mennta- og menningarmálaráðuneyti samkvæmt samningi um rekstrarframlag. Þá rennur lítill hluti af sölutekjum af bókum félagsins til rekstrar en stærstur hluti sölutekna fer í fjármögnun á útgáfu bókanna. Þar sem fræðibækur eru hlutfallslega dýrar í framleiðslu og seljast að öllu jöfnu ekki í stórum upplögum er nauðsynlegt að fjármagna útgáfu hverrar bókar með styrkfé þar sem sölutekjur nægja aðeins fyrir hluta kostnaðar. Sögufélag leggur mikla áherslu á gæði sinna verka og fyrir vikið hafa bækur þess uppskorið fjölda viðurkenninga, verðlauna og tilnefninga.

Félagar í Sögufélagi eru jafnframt áskrifendur að tímaritinu Sögu og félagsgjöldin fjármagna útgáfu tímaritsins.

Frá árinu 1982 hefur merki Sögufélags verið flattur þorskur á skildi.  Merkið birtist fyrst á bókinni Bæirnir byggjast eftir Pál Líndal og hefur fylgt félaginu allar götur síðan. Árið 2018 hreinteiknaði Eva Hrönn Guðnadóttir merkið í vectorútgáfu og einlit án þess þó að breyta formi merkisins á nokkurn hátt.

Meðlimur í Sögufélagi

Allir eru velkomnir í Sögufélag og boðið er upp á þrenns konar félagsaðild: