Skip to content

Um Sögufélag

Stofnað árið 1902

Um Sögufélag

 „Markmið félagsins er að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. “

Sögufélag vill auka þekkingu, skilning og áhuga á sögu Íslands, og ná til almennings, fræðimanna, sagnfræðinema og annars áhugafólks um sögu. Sögufélag vill vera sýnilegt í samfélaginu, miðla efni og efla samtal um sögu og sagnfræði. Það gerir félagið með útgáfustarfsemi sinni, málþingum, höfundakvöldum og öðru þess háttar. Félagið hefur jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni. Allir sem áhuga hafa á sögu og sagnfræði geta gengið í félagið en áskrifendur að tímaritinu Sögu eru jafnframt félagar í Sögufélagi.

Tímarit Sögufélags

SAGA

Sögufélag gefur út tímaritið Sögu og vönduð sagnfræðirit um sögu Íslands og annað sögulegt efni. Útgefin rit félagsins skulu vera fjölbreytt að efnisvali og gefin út á prenti eða með rafrænum hætti. Áherslur og forgangsröðun má sjá í útgáfustefnu Sögufélags.

Sögufélag miðlar upplýsingum um starfsemi sína með því að kynna viðfangsefni sín skipulega, vekja umræðu um útgáfur sínar og stuðla markvisst að samræðu í samfélaginu um söguleg efni. Í miðlunarstefnu eru leiðir að markinu skilgreindar frekar.

Til þess að ná markmiðum sínum hefur Sögufélag á frumkvæði að samstarfi við stofnanir, skóla, fræði- og menningarfélög.

 

Almennar upplýsingar um Sögufélag

Skrifstofa & stjórn

Skrifstofa félagsins og verslun þess er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-17. Utan þess tíma má hafa samband í netfangið sogufelag[hja]sogufelag.is eða í síma 781 6400. Fréttir og upplýsingar um viðburði félagsins má einnig finna á fréttasíðunni og á fésbókarsíðu Sögufélags.

Heimilisfang: Gunnarshús, Dyngjuvegur 8, 104 Reykjavík
Sími: 781 6400
Netfang: sogufelag[hjá]sogufelag.is
Framkvæmdastjóri: Brynhildur Ingvarsdóttir, sagnfræðingur – brynhildur[hjá]sogufelag.is
Verkefnastjóri: Einar Kári Jóhannsson, bókmenntafræðingur – sogufelag[hjá]sogufelag.is

Stjórn Sögufélags skipa eftirfarandi:

Forseti
Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður: forseti[hjá]sogufelag.is

Ritari
Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varðveislu og stafrænnar endurgerðar á Landsbókasafni Íslands: orn[hjá]landsbokasafn.is

Gjaldkeri
Helga Maureen Gylfadóttir, verkefnastjóri sýninga á Borgarsögusafni: helga.maureen.gylfadottir[hjá]reykjavik.is

Kynningarstjóri
Lóa S. Kristjánsdóttir, sögukennari við Menntaskólann við Sund: loakristjansdottir[hjá]gmail.com

Meðstjórnendur
Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands:  hhugason[hjá]hi.is
Markús Þ. Þórhallsson, stundakennari við Háskóla Íslands: mth39[hjá]hi.is
Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands: sumarlidi[hjá]hi.is

Upplýsingar um rekstur

Rekstur Sögufélags

Sögufélag er sjálfseignarstofnun og er rekstur þess styrktur af mennta- og menningarmálaráðuneyti samkvæmt samningi um rekstrarframlag. Þá rennur lítill hluti af sölutekjum af bókum félagsins til rekstrar en stærstur hluti sölutekna fer í fjármögnun á útgáfu bókanna. Þar sem fræðibækur eru hlutfallslega dýrar í framleiðslu og seljast að öllu jöfnu ekki í stórum upplögum er nauðsynlegt að fjármagna útgáfu hverrar bókar með styrkfé þar sem sölutekjur nægja aðeins fyrir hluta kostnaðar. Sögufélag leggur mikla áherslu á gæði sinna verka og fyrir vikið hafa bækur þess uppskorið fjölda viðurkenninga, verðlauna og tilnefninga.

Félagar í Sögufélagi eru jafnframt áskrifendur að tímaritinu Sögu og félagsgjöldin fjármagna útgáfu tímaritsins.

Merki Sögufélags

Frá árinu 1982 hefur merki Sögufélags verið flattur þorskur á skildi.  Merkið birtist fyrst á bókinni Bæirnir byggjast eftir Pál Líndal og hefur fylgt félaginu allar götur síðan. Árið 2018 hreinteiknaði Eva Hrönn Guðnadóttir merkið í vectorútgáfu og einlit án þess þó að breyta formi merkisins á nokkurn hátt.