Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Útgáfuár
1974
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
327
Ritstjóri
Helgi Þorláksson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Reykjavík í 1100 ár

3.900kr.

Hér er óvenjuleg fræðibók í hugvísindum, grundvölluð á samstarfi 15 fræðimanna um ritun sögu Reykjavíkur frá upphafi. Höfundar eru: Kristján Eldjárn, Þorleifur Einarsson, Þorkell Grímsson, Björn Teitsson, Helgi Þorláksson, Lýður Björnsson, Skúli Þórðarson, Bergsteinn Jónsson, Heimir Þorleifsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Ólafur R. Einarsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Helgi Skúli Kjartansson, Sveinn Einarsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. Formála ritar Páll Líndal, kynningu Björn Þorsteinsson og ávarp Birgir Ísleifur Gunnarsson.

Höfundar fluttu erindi á Reykjavíkurráðstefnu í apríl s.l. Í bókinni birtast öll erindin endurskoðuð. Leitast er við að svara fjölda spurninga svo sem: Hvað segja fornleifar um elstu byggð? Hvernig var umhorfs er Ingólfur kom? Hvar var bæjarstæði Ingólfs? Hvernig bjuggu bændur í Reykjavík fyrr á öldum? Er hugsanlegt að verslað hafi verið úti í Grandahólmi hjá Akurey? Var enginn árangur af Innréttingum Skúla fógeta og félaga? Hvenær og hvernig varð aðskilnaður Reykjavíkurbæjar og Seltjarnarneshrepps? Af hverju tóku menn ís á Tjörninni og geymdu í stórhýsum? Hvenær og hvernig hófst togaraútgerð frá Reykjavík?

Höfundar gera sér far um að draga fram aðalatriði skýrt og skorinort. Öllum tímabilum eru gerð skil, en mest er fjallað um sl. 100 ár, er Reykjavík hefur verið aðalvettvangur íslenskrar sögu. Í bókinni eru 60 ljósmyndir, margar sjaldséðar. Við Sögufélagsmenn nutum dyggs stuðnings Reykjavíkurborgar og erum dálítið ánægðir með okkar framlag á þjóðhátíðarári: Reykjavík í 1100 ár.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.