Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag, Þjóðskjalasafn Íslands, Rigsarkivet.
Útgáfuár
2016-2022
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
4757
Ritstjóri
Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Innbundnar harðspjaldabækur

Landsnefndin fyrri 1770–1771 I–VI Pakkatilboð

53.400kr.

Heildarútgáfa á skjölum Landsnefndarinnar fyrri er hér birt í sex bindum sem gefin eru út á árunum 2016–2022. Frumbréfin eru bæði á íslensku og dönsku eins og þau voru þegar þau voru send Landsnefndinni á sínum tíma. Flest íslensku bréfin voru þýdd á sínum tíma til notkunar fyrir nefndina af ritara hennar Eyjólfi Jónssyni. Íslensku bréfin sem bárust henni skömmu fyrir brottför af landinu voru þó aldrei þýdd, og er bætt úr því hér í tengslum við útgáfuna. Bókunum fylgja fræðilegar greinar, ítarlegar skýringar, nafna- og efnisorðaskrár. Allar greinar og skýringarefni er bæði á íslensku og dönsku.

Hér gefst færi á því að kaupa allt safnið í heild sinni á einstöku tilboðsverði.

Athugið að einungis er boðið upp á að sækja safnið í verslun Sögufélags vegna umfangs þess.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.