Skip to content
Höfundur

Arngrímur Jónsson

Útgefandi

Sögufélag

ISBN

9979990208

Blaðsíðufjöldi

304 bls.

Þýðandi

Jakob Benediktsson

Tegund

16.-18. öld, Safn Sögufélags, Sagnfræði

Crymogæa : þættir úr sögu Íslands

Arngrímur Jónsson

4.900kr.

Uppseld

Crymogæa merkir Ísland, eða Hrímland, á grísku. Arngrímur lærði (1568-1648) nefndi svo Íslandssögu sína sem samin var á latínu og gefin út í Hamborg árið 1609. Bókin birtist hér í fyrsta sinn á íslensku, í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar. Jakob er allra manna best að sér um Arngrím og verk hans og ritar inngang og skýringar. Í inngangi segir Jakob m.a.: „Arngrímur … ætlaði sér ólítinn hlut með þessari bók og honum tókst það að því marki að útkoma hennar verður ávallt talin með stórtíðindum í sögu íslenskrar menningar og íslenskra fræða.“

Arngrímur opnaði augu lesenda sinna fyrir því að Íslendingar áttu fornar bókmenntir og sérstæða menningu. Áhrifin frá þessari bók bárust frá lærðum til leikra og urðu íslenskri þjóð uppörvun og aflvaki.

“Crymogæa”Morgunblaðið, 14. desember 1985.

“Fyrsta Íslandssagan”Tíminn 9. janúar 1986.

“Crymogæa Angríms lærða komin út á Íslensku”Morgunblaðið 5. desember 1985.

“Crymogæa”Helgapósturinn 16. janúar 1986.

“Crymogæa á Íslensku”Morgunblaðið 11. desember 1985.