Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag og Örnefnastofnun Íslands
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
277
Ritstjóri
Svavar Sigmundsson
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
19.-21. öld, Sýslu- og sóknalýsingar

Árnessýsla: Sýslu- og sóknalýsingar

3.900kr.

Árið 1838 ákvað Kaupmannahafnardeild Bókmenntafélagsins að tillögu Jónasar skálds Hallgrímssonar að gefa út nákvæma lýsingu á Íslandi. Í því skyni var prentað dreifibréf og sent öllum sóknarprestum landsins. Jónas Hallgrímsson átti að skrifa Íslandslýsinguna, en hann féll frá áður en því yrði lokið. Svarbréf prestanna eru hins vegar til, og þau veita víða mjög fróðlega og yfirgripsmikla landlýsingu. Þar eru upplýsingar um landamerki, landslag, örnefni, búskap og atvinnuhætti, afréttarlönd, skemmtanir, íþróttir, siðferði og lestrarkunnáttu, fornleifar og fornrit, svo fátt eitt sé talið. Þá eru bæir nefndir í hverri sókn og getið um dýrleika jarða.

Sýslu- og sóknalýsingar Árnessýslu voru skrifaðar á árunum 1839–1842. Svavar Sigmundsson frá Hraungerði, lektor í Kaupmannahöfn, hefur búið bókina til prentunar, en útgefandi er Sögufélag og hefur notið styrks frá sýslunefnd Árnessýslu og Árnesingafélaginu í Reykjavík til útgáfunnar. Sóknalýsingarnar gefa glögga hugmynd um Árnesþing og íbúa þess um miðja seinustu öld. Bókin er mikilsvert heimildarrit fyrir íbúa héraðsins og alla sem hafa áhuga á sögulegum fróðleik.

Ekki til á lager

Útgáfa Sýslu- og sóknalýsinga Gullbringu- og Kjósársýslu markaði upphaf endurútgáfu Sögufélags á Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenska bókmenntafélags sem lengi höfðu verið ófáanlegar. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur og Svavar Sigmundsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast undirbúning útgáfunnar.

Í bókinni eru ítarlegar upplýsingar á sýslunni og flestum sóknum hennar, skrifaðar af staðkunnugum mönnum á fyrstu áratugum nítjándu aldar, áður en nútíminn gekk í garð, og í henni eru birtar myndir af kirkjum og nokkum höfundanna. Í viðauka eru sýnd sóknarmörk og gamlar götur eftir korti Björns Gunnlaugssonar frá 1844. Sýslu- og sóknalýsingar Gullbringu- og Kjósársýslu eru grundvallarrit um örnefni og lýsingar á fornum leiðum á svæðinu og kjörið rit fyrir þá sem unna sögu og staðfræði á suðvesturhorni landsins.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.