Skip to content
Höfundur

Arngrímur Jónsson

Útgefandi

Sögufélag

ISBN

9789979973959

Útgáfuár

2008

Ritstjóri

Blaðsíðufjöldi

331 bls.

Heiti bókar

Brevis commentarius

Tegund

16.-18. öld, Safn Sögufélags

Brevis commentarius

Arngrímur Jónsson

4.900kr. 4.165kr.

Stutt greinargerð um Ísland, Brevis commentarius de Islandia, eftir Arngrím lærða Jónsson kom fyrst út í Kaupmannahöfn 1593. Bókin er deilurit, samið að áeggjan Guðbrands biskups Þorlákssonar til að leiðrétta ýmsar sögusagnir og firrur um Ísland og Íslendinga.

Ritið er hins vegar ekki aðeins tannhvasst ansdsvar við illmælgi og fáfræði, heldur einni veigamikil heimild um mannlíf og náttúru landsins og sjálfsmynd Íslendinga á síðari hluta sextándu aldar.

Einar Sigmarsson sá um útgáfuna fyrir hönd Sögufélags.

Sigurður Pétursson, “Á slóð húmanista á Íslandi”Ritið (2007).

Pétur Gunnarsson, “Myndin af okkur”Morgunblaðið 18. júlí 2008.