Ritið er fimmta bindið í ritröðinni “Safn til sögu Reykjavíkur”, sem Sögufélag stóð að í samvinnu ivð Reykjavíkurborg. Ritið fjallar um ýmis félagsleg vandamál í Reykjaík frá stofnun kaupstaðar og fram á þessa öld. Fátækramál voru á 19. öld annasamasta viðfangsefni sveitarstjórna á landinu og hér er því fjallaðum viðamikinn þátt bæjarstjórnarmála. Inn í þessa frásögn fléttast vaxtarsaga Reykjavíkur, saga atvinnuvega og félagslegra breytinga. Í ritinu er að finna fjölda beinna tilvitnana úr styrkbeiðnum þurfandi fólks og ýmsar fleiri samtímalýsingar, sem allar veita einstaka innsýn í líf og hafi fátækasta hluta bæjarbúa. Bókina prýða allmargar myndir og teikningar frá Reykjavík. Bókin er uppseld hjá útgefanda.
Ómagar og utangarðsfólk
Uppseld
- Reykjavík verður kaupstaður
- Aðdragandi kaupstaðarmyndunar og kaupstaðarsvæði
- Byggð, fólksfjöldi og atvinnuhættir fram til 1801
- Félagsleg viðfangsefni
- Löggjöf um fátækraframfærslu fram til 1907
- Löggjöfin fram á 19. öld
- Tilraunir til breytinga í upphaf 19. aldar
- Fátækrareglugerðin 1834
- Fátækramál Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps 1786-1822
- Skipulag framfærslunnar
- Tilhögun styrkveitinga og fjöldi þurfamanna
- Utansveitarfólki vísað úr kaupstaðnum
- Fátækranefnd Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps 1822-1847
- Skipan fátækranefndar, vinnubrögð og verksvið
- Samskipti nefndarinnar og Magnúsar dómstjóra Stephensens
- “Fátækrahús” í Reykjavík
- Erfiðleikar áranna 1837, 1838 og 1839
- Reykjavík verður sérstakt framfærsluhérað
- Fólksfjöldi, atvinnuhættir og bæjarbragur 1847-1907
- Fólksfjöldi
- Atvinnuhættir og bæjarbragur
- Fátækramál Reykjavíkur 1847-1872
- Breytingar á stjórn bæjarmála
- Fjöldi þurfamanna
- Kostnaðurinn við framfærsluna
- Störf fátækranefndar
- Fátækramál Reykjavíkur 1872-1907
- Ný sveitastjórnarlöggjöf – breytingar á stjórn bæjarmála
- Fjöldi þurfamanna
- Kostnaðurinn við framfærsluna
- Störf fátækranefndar
- Aldamótagarðurinn
- Niðurstöður
- Yfirlit
- Orsakir styrkþarfar – hagir þurfamanna
- Lokaorð
“Dönsk mannúð í Reykjavík”, ritdómur Sólrúnar B. Jensdóttur í Helgarpóstinum 21. janúar 1983.