Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
1977
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
321
Ritstjóri
Kristín Ástgeirsdóttir
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Reykjavík miðstöð þjóðlífs

Í bók þessari er að finna 14 erindi sem flest voru flutt á 2. Reykjavíkurráðstefnunni vorið 1977.

Á ráðstefnunni var einkum fjallað um það hvernig Reykjavík varð smám saman miðstöð þjóðlífsins, jafnt í atvinnumálum, fjármálum og stjórnmálum, sem trúarefnum og menningarmálum, en þetta gerðist á síðari hluta 19. aldar og í upphafi 20. aldar.

Sum erindin fara þó út fyrir þennan ramma. Má þar nefna frásögn af vinnudeilum við Innréttingarnar á 18. öld, grein um þáttöku kvenna í atvinnulífinu um og eftir aldamóti, sagt er frá skólapiltum lærða skólans, fjallað er um ritun Reykjavíkursögu, örnefni í Reykjavík, skóg- og garðrækt, samgöngur og fleira.

Höfundar eru: Hákon Bjarnason, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Jónas Gíslason, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Adolf Petersen, Bergsteinn Jónsson, Heimir Þorleifsson, Jón Böðvarsson, Gunnar Karlsson, Helgi Skúli Kjartansson, Sigurður Líndal, Lýður Björnsson, Ingi Sigurðsson og Guðlaugur R. Guðmundsson.

Páll Líndal ritar formála og birt er ávarp Björns Þorsteinssonar frá setningu ráðstefnunnar.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.