Höfundur
Ýmsir
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
Unavailable
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Stjórnaráð Íslands – Öll 5 bindin

Ýmsir

5.000kr.

Að tilhlutan forsætisráðuneytisins var ákveðið árið 1999, í tilefni af 100 ára afmæli Stjórnarráðs Íslands árið 2004, að láta rita framhald á sögu þess, en árið 1969 kom út í tveimur bindum Stjórnarráð Íslands 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson sem var einnig endurútgefin við sama tilefni.

Hér er um að ræða haldgóð yfirlitsrit um efsta lag framkvæmdavaldsins og stjórnsýslunnar á Íslandi sem standa enn fyllilega fyrir sínu sem grundvallarrit á sviði stjórnsýslusögu og stjórnmálasögu Íslands á 20. öld. Fjallað er um þróun stjórnskipunnar fyrstu hundrað ár Stjórnarráðs Íslands, störf og starfshætti þess og helstu framkvæmdir á tímabilinu. Með því er aðallega átt við helstu lagasetningar á þess vegum, samninga við erlend ríki og aðrar mikilvægar ákvarðanir. Farið er yfir stjórnmálaþróun, stjórnarmyndanir og ríkisstjórnir á tímabilinu, um samskipti innan ríkisstjórna, og rætt um helstu viðfangsefni þeirra. Einnig er í bókunum ýmis konar skrár, til dæmis um ráðherra í Stjórnarráði Íslands, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra.

 

Bindin fimm:

Stjórnarráð Íslands I – 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson

Stjórnarráð Íslands II – 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson

Stjórnarráð Íslands I – 1964-2004 – Skipulag og starfshættir eftir Ásmund Helgason og Ómar H. Kristmundsson

Stjórnarráð Íslands II – 1964-2004 – Saga ríkisstjórna og helstu framkvæmdir til 1983 eftir Ólaf Rastrick og Sumarliða R. Ísleifsson

Stjórnarráð Íslands III – 1964-2004 – Saga ríkisstjórna og helstu framkvæmdir 1983-2004 eftir Jakob F. Ásgeirsson og Sigríði K. Þorgrímsdóttur

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.