Sýslu- og sóknalýsingar voru skrifaðar fyrir Hið íslenska bókmenntafélag á árunum eftir 1839 að tillögu Jónasar Hallgrímssonar skálds og áttu þær að verða uppistaðan í Íslandslýsingu hans.
Lýsingarnar úr Múlasýslum eru bæði miklar að vöxtum og gæðum og lýsa m.a. þeim stöðum sem síðar áttu eftir að verða helstu verslunar- og menningarstaðir á Austurlandi. Jafnframt eru nefndir þeir staðir á hálendingu austanlands sem verið hafa í sviðsljósinu síðustu misserin.
Bókin er merk heimild um búskapar- og lifnaðarhætti í fjórðungnum á 19. öld og í henni birtast í fyrsta skipti kirkjumyndir Jóns Helgasonar biskups úr Múlasýslum.