Höfundur
Agnar Kl. Jónsson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
546
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Stjórnarráð Íslands 1904-1964 II

Agnar Kl. Jónsson

1.500kr.

Árið 1969 kom út rit Agnars Kl. Jónssonar, Stjórnarráð Íslands 1904-1964, í tveimur bindum. Á þeim 35 árum sem liðin eru frá útgáfu verksins hefur það reynst haldgott yfirlitsrit um efsta lag framkvæmdavaldsins og stjórnsýslunnar á Íslandi og stendur enn fyllilega fyrir sínu sem grundvallarrit á sviði stjórnsýslusögu og stjórnmálasögu tímabilsins. Um árabil hefur verkið verið ófáanlegt. Var því ákveðið að ráðast í endurútgáfu þess á aldarafmæli Stjórnarráðs Íslands árið 2004, samhliða útgáfu ritsins Stjórnarráð Íslands 1964-2004 í þremur bindum, sem efnislega er framhald verks Agnars Kl. Jónssonar.

Stjórnarráð Íslands 1904-1964 er endurútgefið í því sem næst óbreyttr mynd frá fyrri útgáfu. Í fyrra bindinu er fjallað um heimastjórnartímabilið, sögulegan aðdraganda þess og þær breytingar sem urðu á stjórnsýslunni þegar framkvæmdavaldið fluttist til landsins. Fjallað er um ráðherra og ríkisstjórnir, réttindi ráðherra, skyldur þeirra og störf. Gerð er grein fyrir þeim sem gegndu embættum ráðherra Íslands á árunum 1904-1917 og þeim sem sátu í ríkisstjórnum fram til ársins 1964. Í fyrra bindinu er einnig rætt um skrifstofur Stjórnarráðs Íslands og um öll ráðuneyti sem störfuðu á tímabilinu, fjallað um tilkomu þeirra og þróun og verksviði þeirra lýst í megindráttum. Að lokum er fjallað almennt um störf og starfshætti Stjórnarráðsins á því tímabili sem verkið nær til.

Í síðara bindinu er fjallað um helstu framkvæmdir Stjórnarráðs Íslands á tímabilinu, en með því er aðallega átt við helstu lagasetningu á þess vegum, samninga við erlend ríki aðrar mikilvægar ákvarðanir ríkisstjórna á tímabilinu. Þá er rætt um starfsmenn Stjórnarráðsins, húsakost þess og getið nokkurra minnisverðra atburða sem áttu sér stað við Stjórnarráðshúsið. Að lokum eru í síðara bindinu skrár yfir ráðherra, ríkisstjórnir, embættismenn og aðra starfsmenn Stjórnarráðsins á tímabilinu 1904-1964.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.