Höfundur
Þórunn Valdimarsdóttir
Útgefandi
Útgáfuár
1986
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
328
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Sveitin við sundin

Þórunn Valdimarsdóttir

Rit þetta, Sveitin við sundin. Búskapur í Reykjavík 1870-1950, er sjötta bindið í ritröðinni “Safn til sögu Reykjavíkur,” sem Sögufélag gefur út í samvinnu við Reykjavíkurborg. Í ritinu er dregin upp mynd af gömlu Reykjavík, þegar fjöldi hrossa og kúa sprangaði um götur bæjarins. Bókin færir lesendur aftur til þess tíma þegar sauðfé var slátrað í hlaðvarpanum við húsin, og mjólk var mæld út og drukkin úr sama málinu á götunum. Bæjarbúar sóttu lífsbjörg í bæjarlandið, því að launavinna var stopul og árstíðabundin. Tómthúsmenn áttu hross í landi bæjarins, og leigðu út til bæjarvinnu. Mófólkið tók mó í mýrum bæjarins og seldi. Þegar vertíðarvinnunni sleppti vann fólk við grjótnám, garðhleðslu og jarðabætur, fyrir embættismenn og kaupmenn sem ráku kúabú í og við bæinn. Bókin lýsir bústangi í sveit sem nú er horfin undir byggð, og segir frá því í máli og myndum hvernig bæjarlandið breytti um svip. Mýrar og grjótholt hurfu og við tóku gróin erfðafestulönd, er síðar var úthlutað undir byggingar. Rakin er saga garðyrkju í Reykjavík sem gaf borginni þann græna lit sem hún nú hefur. Bókina prýðir fjöldi mynda, teikninga og korta.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.