Skip to content
Höfundur

Útgefendur: Aðalgeir Kristjánsson, Hjalti Snær Ægisson

Umsjón útgáfu

Aðalgeir Kristjánsson, Hjalti Snær Ægisson

Útgefandi

Sögufélag

Útgáfuár

2011

ISBN

978-9979-9902-4-6

Blaðsíðufjöldi

183 bls

Tegund

19.-21. öld, Heimildaútgáfa, Smárit, Stjórnmálasaga

Ekkert nýtt, nema veröldin

Útgefendur: Aðalgeir Kristjánsson, Hjalti Snær Ægisson

3.900kr. 3.315kr.

Skáldið Grímur Thomsen var á stöðugum ferðalögum á fimmta áratug nítjándu aldar. Hann bjó um skeið í París, London og Brussel, heimsótti söguslóðir Napóleonsstríðanna, fylgdist grannt með leikhúslífi og bókmenntum, sótti veislur með helstu fyrirmennum samtímans og tók virkan þátt í dönskum stjórnmálum með rannsóknum sínum og greinaskrifum.

Þetta er umbrotatími í Evrópu, einveldisstjórnir riða til falls, sjálfstæðisbarátta er háð í mörgum löndum og listir og bókmenntir standa í miklum blóma. Einn þeirra sem skrifaðist reglulega á við Grím á meðan ferðalögum hans stóð var Fjölnismaðurinn Brynjólfur Pétursson. Í þessari bók eru birt öll varðveitt bréf þeirra á milli, en í bréfunum má finna ferðalýsingar, bókmenntarýni, leikhúsdóma, lifandi umræðu um þjóðmál og hressandi slúður samlanda þeirra í Kaupmannahöfn.

“Absúrdkómíkin aldrei langt undan”Fréttablaðið 22. nóvember 2011.