Nýr þáttur af Blöndu
Blanda #12 Út er kominn nýr þáttur af Blöndu, hlaðvarpi Sögufélags. Þar ræðir Markús Þórhallsson við Kristínu Svövu Tómasdóttur, annan ritstjóra Sögu, um vorhefti Sögu 2021 og verkefnin framundan hjá Kristínu Svövu. Þátturinn er aðgengilegur á flestum hlaðvarpsveitum og á vefsíðu Sögufélags: https://sogufelag.is/blanda_hladvarp/saga-vorhefti-2021/
Baldur Þór Finnsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag
Baldur Þór Finnsson skrifaði nýverið undir útgáfusamning við Sögufélag. Bókin verður gefin út á hálfrar aldar afmæli Ásatrúarfélagsins vorið 2022 í ritröðinni Smárit Sögufélags og byggir á BA-ritgerð hans í sagnfræði, Frá Guði til goða. Viðbrögð íslensks samfélags og stjórnvalda við stofnun Ásatrúarfélagsins 1972-1973. Í bókinni er fjallað um viðbrögð stjórnvalda og almennings við stofnun Ásatrúarfélagsins á sumardaginn fyrsta […]
Sögukvöld 10. júní
Saga er komin út og því ber að fagna! Þetta fyrsta hefti ársins er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Tveir af höfundum þeirra koma á Sögukvöld, fimmtudaginn 10. júní, kynna sínar greinar og spjalla við viðstadda: Þorsteinn Vilhjálmsson ræðir um tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu á millistríðsárunum. Sveinn […]
Fyrsta hefti Sögu 2021 er komið út
Fyrsta hefti Sögu árið 2021 er komið út og dreifing hafin! Heftið er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Grein Barts Holterman byggir á ítarlegri einsögulegri rannsókn á vitnisburði sem kom fram fyrir dómi í Hamborg árið 1602 og varpar athyglisverðu ljósi á alþjóðlega viðskiptahætti á Íslandi við upphaf dönsku einokunarverslunarinnar. […]
Bókabazar Sögufélags / Aðalstræti 10
Bókabazar Sögufélags fer fram helgina 5.-6. júní í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti 10. Opið frá kl. 12 til 17 og allir velkomnir! Þetta er tilvalið tækifæri til að finna gamlar gersemar í bland við nýjar bækur. Í boði verða allir titlar úr langri útgáfusögu Sögufélags sem enn finnast á lager félagsins. Margt sem ekki […]
Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT
Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun.Sögufélag óskar hönnuðunum, Snæfríði Þorsteinsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur, innilega til hamingju. Umsögn dómnefndar:„Einstaklega sannfærandi prentgripur sem setur ný viðmið í framsetningu sem höfðar til stærri lesendahóps. Vel er hugað að efnisvali, framsetningu mynda og letri sem kemur saman í aðgengilegri og eigulegri útgáfu.“ Konur sem […]
Haraldur Sigurðsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag
Sögufélag hefur samið við Harald Sigurðsson um útgáfu bókar hans um sögu bæjarskipulags á Íslandi. Um er ræða yfirgripsmikið sagnfræðirit um bæjarskipulag í sinni margbreytilegustu mynd hér á landi á 20. öldinni. Haraldur er deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg og hefur rannsakaði þessi mál í vel á annan áratug. Það má segja að Sögufélag sé að […]
Nýr starfsmaður hjá Sögufélagi
Einar Kári Jóhannsson hefur tekið við stöðu verkefnastjóra hjá Sögufélagi. Hann mun sjá um ýmiskonar miðlun og kynningarstarf. Hann tekur við af Jóni Kristni Einarssyni sem starfað hefur hjá félaginu um nokkurt skeið. Einar Kári er bókmenntafræðingur með langa reynslu af bóksölu. Hann hefur einnig fengist við skrif og bókaútgáfu og er einn af […]
Ný ritnefnd Sögu tekur til starfa
Ný ritnefnd Sögu hélt sinn fyrsta fund í gær en ritnefndin hefur nýlega verið stækkuð og samanstendur nú af 11 fræðimönnum á ólíkum sviðum. Ritnefnd Sögu er fagráð sem veitir ritstjórum ráðgjöf og aðhald í þeim tilgangi að halda á lofti faglegum gildum og fræðilegum vinnubrögðum við útgáfu tímaritsins. Á meðal hlutverka hennar að veita ritstjórum ráðgjöf […]
Skafti Ingimarsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag
Sögufélag hefur samið við Skafta Ingimarsson um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerð hans „Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968“. Rannsókn Skafta beinist að skipulagi og daglegu starfi kommúnista og sósíalista, ólíkt fyrri rannsóknum sem hafa lagt áherslu á tengsl við sovésk stjórnvöld. Stefnt er að útgáfu á árinu 2022. Bókin verður ánægjuleg viðbót […]