Haraldur Sigurðsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Harald Sigurðsson um útgáfu bókar hans um sögu bæjarskipulags á Íslandi.

 

Um er ræða yfirgripsmikið sagnfræðirit um bæjarskipulag í sinni margbreytilegustu mynd hér á landi á 20. öldinni. Haraldur er deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg og hefur rannsakaði þessi mál í vel á annan áratug.

 

Það má segja að Sögufélag sé að taka aftur upp þráðinn í þessum málaflokki því árið 1982 kom út hjá okkur bókin Bæirnir byggjast eftir Pál Líndal sem fjallar um störf skipulagsnefndar ríkisins og fyrstu skref Íslendinga í skipulagsmálum. Það er því sönn ánægja að halda áfram að miðla sögu þéttbýlismyndunar og borgarskipulags á Íslandi.