Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT

Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun.
Sögufélag óskar hönnuðunum, Snæfríði Þorsteinsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur, innilega til hamingju.
 
Umsögn dómnefndar:
„Einstaklega sannfærandi prentgripur sem setur ný við­­mið í framsetningu sem höfðar til stærri lesenda­hóps. Vel er hugað að efnisvali, framsetningu mynda og letri sem kemur saman í aðgengilegri og eigulegri útgáfu.“
 
Konur sem kjósa fékk áður Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.