Bókabazar Sögufélags / Aðalstræti 10

Bókabazar Sögufélags fer fram helgina 5.-6. júní í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti 10. Opið frá kl. 12 til 17 og allir velkomnir!

Þetta er tilvalið tækifæri til að finna gamlar gersemar í bland við nýjar bækur. Í boði verða allir titlar úr langri útgáfusögu Sögufélags sem enn finnast á lager félagsins. Margt sem ekki hefur ratað á aðra bókamarkaði lengi og það á verulega lækkuðu verði.

Mikið úrval af Sögu. Allir árgangar, allt aftur til fimmta áratugarins, sem enn eru til verða í boði á gjafaverði. Tilvalið að fylla upp í safnið eða sjá hvað sagnfræðingar voru að hugsa forðum, t.d. á manns eigin fæðingarári.   

Valdir titlar eru einnig fáanlegir á lækkuðu verði á heimasíðunni okkar: www.sogufelag.is