Nýr starfsmaður hjá Sögufélagi

Einar Kári Jóhannsson hefur tekið við stöðu verkefnastjóra hjá Sögufélagi. Hann mun sjá um ýmiskonar miðlun og kynningarstarf. Hann tekur við af Jóni Kristni Einarssyni sem starfað hefur hjá félaginu um nokkurt skeið.   

Einar Kári er bókmenntafræðingur með langa reynslu af bóksölu. Hann hefur einnig fengist við skrif og bókaútgáfu og er einn af stofnendum Unu útgáfuhúss. Sögufélag býður hann velkominn til starfa.