Ný ritnefnd Sögu tekur til starfa

Ný ritnefnd Sögu hélt sinn fyrsta fund í gær en ritnefndin hefur nýlega verið stækkuð og samanstendur nú af 11 fræðimönnum á ólíkum sviðum.

Ritnefnd Sögu er fagráð sem veitir ritstjórum ráðgjöf og aðhald í þeim tilgangi að halda á lofti faglegum gildum og fræðilegum vinnubrögðum við útgáfu tímaritsins. Á meðal hlutverka hennar að veita ritstjórum ráðgjöf um stefnumörkun og vinnureglur, að veita álit á vafaatriðum um ritstjórnarleg málefni, að ritrýna greinar óski ritstjóri þess og að tala máli tímaritsins í fræðasamfélaginu.

Ritnefndarmeðlimir eru valdir af stjórn Sögufélags að tillögu ritstjóra Sögu. Þeir skulu vera viðurkenndir sérfræðingar á sínu sviði og dekka helstu sérsvið sagnfræðinnar. Samsetning ritnefndar skal gæta jafnræðis hvað varðar kyn, stöðu og aldur og leitast er við að meðlimir séu frá að minnsta kosti þremur mismunandi rannsóknarstofnunum.

Ritnefndina skipa:

Anna Agnarsdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands

Auður Magnúsdóttir, dósent við Göteborgs Universitet

Davíð Ólafsson, lektor við Háskóla Íslands

Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Helgi Þorláksson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands

Karen Oslund, prófessor við Towson University, Maryland

Óðinn Melsted, nýdoktor við Universiteit Maastricht

Páll Björnsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Sveinn Agnarsson, prófessor við Háskóla Íslands

Viðar Pálsson, dósent við Háskóla Íslands.