Haraldur Sigurðsson flytur fyrirlestur um bók sína Samfélag eftir máli 12. mars kl.19:30

Fyrirlestur á vegum Sögufélags verður haldinn í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8, Haraldur Sigurðsson mun bjóða gestum í samtal og kynna verðlaunabók sína Samfélag eftir máli. Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. En eins og kunnugt er hlaut Haraldur Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka. Samfélagi eftir máli er stórvirki fjallar um skipulag borgar, […]

Í dag, 8. mars, er Alþjóðabaráttudagur kvenna

Í dag, 8. mars, er Alþjóðabaráttudagur kvenna og af því tilefni tekur Sögufélag þátt og býðir stórvirkið Konur sem kjósa – Aldarsaga: á tilboðsverði, kr. 2.500.- Hér finnur þú allt um bókina og tilboð hennar

Tveir nýir heiðursfélagar

Á aðalfundi Sögufélags í febrúar var tilkynnt um tvo nýja heiðursfélaga: Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson. Helgi Skúli Kjartansson er prófessor emeritus í sagnfræði. Hann sat í stjórn Sögufélags 2011–2015 og var um árabil í ritnefnd Sögu. Hann var einnig fulltrúi Sögufélags í ritstjórn skjala landsnefndarinnar fyrri og líka fulltrúi félagsins í ritsjórn skjala […]

Hrafnkell Lárusson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Hrafnkel Lárusson um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Lýðræði í mótun“ og byggir á doktorsritgerð hans frá 2021. Bókin tekur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort – og þá hvaða – áhrif almenningur hafði á þá þróun. Áherslan í þeim efnum er á virkni og þátttöku almennings í […]

Kristín Loftsdóttir skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Kristínu Loftsdóttur um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu“. Umfjöllunarefnið eru brjóstmyndir á safni á Kanaríeyjum, meðal annars af Íslendingum. Áherslan á brjóstmyndirnar er stökkpallur inn í umræðu um kynþáttafordóma og nýlenduhyggju, og beinir jafnframt sjónum að samtengdum heimi sem Ísland og Evrópa hafa […]

Þorskastríðamyndir við Austurvöll

Borgarsögusafn opnaði nýverið sýningu á ljósmyndum úr Þorskastríðunum við Austurvöll. Sýningin er samstarfsverkefni Sögufélags og Borgarsögusafns og er haldin í tilefni útgáfu fyrsta bindis sögu landhelgismálsins, Stund milli stríða, eftir Guðna Th. Jóhannesson. Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn á næstu dögum og vikum að staldra við í Pósthússtræti og skoða þessa glæsilegu […]

Bláa lónið styrkir Aldarsjóð Sögufélags

Meðal þess sem kynnt var á 120 ára afmælishátíð Sögufélags þann 1. desember síðastliðinn var rausnarlegur styrkur Bláa lónsins til Aldarsjóðs – útgáfusjóðs Sögufélags. Aldarsjóður er hugmynd sem fyrst varð til í aðdraganda aldarafmælis félagsins fyrir 20 árum. Á þeim tímamótum fóru stjórnarmenn að huga að því hvernig hægt væri að skjóta fótunum undir starfsemi […]

Útgáfuhóf: Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson

Sögufélag gefur út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands. Í tilefni útgáfunnar býður Sögufélag til hófs fimmtudaginn 1. september í Sjóminjasafninu í Reykjavík.  Útgáfuhófið er öllum opið. Dagskráin hefst klukkan 17.00 og boðið verður upp á léttar veitingar og ljúfa tóna Óskars Magnússonar gítarleikara. Guðni Th. Jóhannesson […]

Móttaka í Alþingi í tilefni af útkomu Yfirréttarins á Íslandi

Forseti Alþingis Birgir Ármannsson bauð til móttöku í skála Alþingis 31. mars síðastliðin í tilefni af útkomu á öðru bindi Yfirréttarins á Íslandi. Fyrsta bindi kom út árið 2011 og seldist upp. Árið 2019 ákvað Alþingi að styrkja útgáfu á heildarsafni dóma og skjala Yfirréttarins á Íslandi í tíu bindum. Þjóðskjalasafni Íslands og Sögufélagi var […]

Ættarnöfn á Íslandi tilnefnd til FÍT verðlauna

Ættarnöfn á Íslandi hlýtur tilnefningu til verðlauna FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun. Sögufélag óskar hönnuðunum, Arnari&Arnari, og höfundi bókarinnar, Páli Björnssyni, innilega til hamingju.   Þetta er annað árið í röð sem bók gefin út af Sögufélagi er tilnefnd, en árið 2021 hlutu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir gullverðlaun FÍT fyrir hönnun […]