Tveir nýir heiðursfélagar

Á aðalfundi Sögufélags í febrúar var tilkynnt um tvo nýja heiðursfélaga: Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson. Helgi Skúli Kjartansson er prófessor emeritus í sagnfræði. Hann sat í stjórn Sögufélags 2011–2015 og var um árabil í ritnefnd Sögu. Hann var einnig fulltrúi Sögufélags í ritstjórn skjala landsnefndarinnar fyrri og líka fulltrúi félagsins í ritsjórn skjala […]

Hrafnkell Lárusson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Hrafnkel Lárusson um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Lýðræði í mótun“ og byggir á doktorsritgerð hans frá 2021. Bókin tekur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort – og þá hvaða – áhrif almenningur hafði á þá þróun. Áherslan í þeim efnum er á virkni og þátttöku almennings í […]

Kristín Loftsdóttir skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Kristínu Loftsdóttur um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu“. Umfjöllunarefnið eru brjóstmyndir á safni á Kanaríeyjum, meðal annars af Íslendingum. Áherslan á brjóstmyndirnar er stökkpallur inn í umræðu um kynþáttafordóma og nýlenduhyggju, og beinir jafnframt sjónum að samtengdum heimi sem Ísland og Evrópa hafa […]

Þorskastríðamyndir við Austurvöll

Borgarsögusafn opnaði nýverið sýningu á ljósmyndum úr Þorskastríðunum við Austurvöll. Sýningin er samstarfsverkefni Sögufélags og Borgarsögusafns og er haldin í tilefni útgáfu fyrsta bindis sögu landhelgismálsins, Stund milli stríða, eftir Guðna Th. Jóhannesson. Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn á næstu dögum og vikum að staldra við í Pósthússtræti og skoða þessa glæsilegu […]

Bláa lónið styrkir Aldarsjóð Sögufélags

Meðal þess sem kynnt var á 120 ára afmælishátíð Sögufélags þann 1. desember síðastliðinn var rausnarlegur styrkur Bláa lónsins til Aldarsjóðs – útgáfusjóðs Sögufélags. Aldarsjóður er hugmynd sem fyrst varð til í aðdraganda aldarafmælis félagsins fyrir 20 árum. Á þeim tímamótum fóru stjórnarmenn að huga að því hvernig hægt væri að skjóta fótunum undir starfsemi […]

Útgáfuhóf: Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson

Sögufélag gefur út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands. Í tilefni útgáfunnar býður Sögufélag til hófs fimmtudaginn 1. september í Sjóminjasafninu í Reykjavík.  Útgáfuhófið er öllum opið. Dagskráin hefst klukkan 17.00 og boðið verður upp á léttar veitingar og ljúfa tóna Óskars Magnússonar gítarleikara. Guðni Th. Jóhannesson […]

Móttaka í Alþingi í tilefni af útkomu Yfirréttarins á Íslandi

Forseti Alþingis Birgir Ármannsson bauð til móttöku í skála Alþingis 31. mars síðastliðin í tilefni af útkomu á öðru bindi Yfirréttarins á Íslandi. Fyrsta bindi kom út árið 2011 og seldist upp. Árið 2019 ákvað Alþingi að styrkja útgáfu á heildarsafni dóma og skjala Yfirréttarins á Íslandi í tíu bindum. Þjóðskjalasafni Íslands og Sögufélagi var […]

Ættarnöfn á Íslandi tilnefnd til FÍT verðlauna

Ættarnöfn á Íslandi hlýtur tilnefningu til verðlauna FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun. Sögufélag óskar hönnuðunum, Arnari&Arnari, og höfundi bókarinnar, Páli Björnssyni, innilega til hamingju.   Þetta er annað árið í röð sem bók gefin út af Sögufélagi er tilnefnd, en árið 2021 hlutu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir gullverðlaun FÍT fyrir hönnun […]

120 ára afmæli Sögufélags: Öldungur ungur í anda

Sögufélag fagnar 120 ára afmæli þann 7. mars 2022. Félagið var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. Enn í dag er félagið helsti útgefandi rita af þessu tagi og vinnur ötullega að því að auka þekkingu, skilning […]

Aðalfundur og Ættarnöfn

Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 15. febrúar síðastliðinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var fundarstjóri Kristín Svava Tómasdóttir. Skýrslu stjórnar flutti Hrefna Róbertsdóttir forseti, og Helga Maureen Gylfadóttir gjaldkeri lagði fram skoðaða reikninga til samþykktar. Á fundinum voru einnig lagðar fram lagabreytingar sem samþykktar voru samhljóða af fundarmönnum. Ný lög tóku […]