Ættarnöfn á Íslandi tilnefnd til FÍT verðlauna

Ættarnöfn á Íslandi hlýtur tilnefningu til verðlauna FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun.
Sögufélag óskar hönnuðunum, Arnari&Arnari, og höfundi bókarinnar, Páli Björnssyni, innilega til hamingju.
 
Þetta er annað árið í röð sem bók gefin út af Sögufélagi er tilnefnd, en árið 2021 hlutu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir gullverðlaun FÍT fyrir hönnun sína á Konur sem kjósa.
 
Það er gleðilegt að hönnunarsamfélagið á Íslandi taki eftir þeirri vegferð sem Sögufélag er á, við að gefa spennandi hönnuðum vettvang til að skapa falleg og eftirtektarverð bókverk.