Hrafnkell Lárusson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Hrafnkel Lárusson um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Lýðræði í mótun“ og byggir á doktorsritgerð hans frá 2021.

Bókin tekur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort – og þá hvaða – áhrif almenningur hafði á þá þróun. Áherslan í þeim efnum er á virkni og þátttöku almennings í starfi félaga og félagshreyfinga sem studdu með beinum eða óbeinum hætti við eflingu og þróun lýðræðis.