Þorskastríðamyndir við Austurvöll

Borgarsögusafn opnaði nýverið sýningu á ljósmyndum úr Þorskastríðunum við Austurvöll. Sýningin er samstarfsverkefni Sögufélags og Borgarsögusafns og er haldin í tilefni útgáfu fyrsta bindis sögu landhelgismálsins, Stund milli stríða, eftir Guðna Th. Jóhannesson.

Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn á næstu dögum og vikum að staldra við í Pósthússtræti og skoða þessa glæsilegu sýningu.