Farsótt hlýtur 2. verðlaun bóksala

Þann 14. desember síðastliðinn var tilkynnt hvaða bækur bóksalar hefðu valið að verðlauna þetta árið. Gaman er að segja frá því að Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur hafnaði í öðru sæti í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna.

Einnig er gaman að segja frá því að tveir af álitsgjöfum Fréttablaðsins nefndu Farsótt í grein um bestu bókakápur ársins 2022. “Ein­falt, snyrti­legt og auð­læsi­legt. Ég kann að meta það”, sagði Sunna Benediktsdóttir. Hönnun og umbrot bókarinnar sáu Arnar&Arnar um.