Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT

Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun.Sögufélag óskar hönnuðunum, Snæfríði Þorsteinsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur, innilega til hamingju. Umsögn dómnefndar:„Einstaklega sannfærandi prentgripur sem setur ný við­­mið í framsetningu sem höfðar til stærri lesenda­hóps. Vel er hugað að efnisvali, framsetningu mynda og letri sem kemur saman í aðgengilegri og eigulegri útgáfu.“ Konur sem […]

Haraldur Sigurðsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Harald Sigurðsson um útgáfu bókar hans um sögu bæjarskipulags á Íslandi. Um er ræða yfirgripsmikið sagnfræðirit um bæjarskipulag í sinni margbreytilegustu mynd hér á landi á 20. öldinni. Haraldur er deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg og hefur rannsakaði þessi mál í vel á annan áratug. Það má segja að Sögufélag sé að […]

Nýr starfsmaður hjá Sögufélagi

Einar Kári Jóhannsson hefur tekið við stöðu verkefnastjóra hjá Sögufélagi. Hann mun sjá um ýmiskonar miðlun og kynningarstarf. Hann tekur við af Jóni Kristni Einarssyni sem starfað hefur hjá félaginu um nokkurt skeið.    Einar Kári er bókmenntafræðingur með langa reynslu af bóksölu. Hann hefur einnig fengist við skrif og bókaútgáfu og er einn af […]

Ný ritnefnd Sögu tekur til starfa

Ný ritnefnd Sögu hélt sinn fyrsta fund í gær en ritnefndin hefur nýlega verið stækkuð og samanstendur nú af 11 fræðimönnum á ólíkum sviðum. Ritnefnd Sögu er fagráð sem veitir ritstjórum ráðgjöf og aðhald í þeim tilgangi að halda á lofti faglegum gildum og fræðilegum vinnubrögðum við útgáfu tímaritsins. Á meðal hlutverka hennar að veita ritstjórum ráðgjöf […]

Skafti Ingimarsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Skafta Ingimarsson um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerð hans „Íslenskir kommúnistar og sósíalistar: Flokksstarf, félagsgerð og stjórnmálabarátta 1918–1968“. Rannsókn Skafta beinist að skipulagi og daglegu starfi kommúnista og sósíalista, ólíkt fyrri rannsóknum sem hafa lagt áherslu á tengsl við sovésk stjórnvöld. Stefnt er að útgáfu á árinu 2022. Bókin verður ánægjuleg viðbót […]

Sumarliði R. Ísleifsson

Sumarliði R. Ísleifsson (f.  1955) er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sömu stofnun árið 2014. Hann var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur innan ReykjavíkurAkademíunnar 1998–2012, og hefur ritað og ritstýrt fjölda bóka um sagnfræði. Árið 2020 kom bók hans, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár, út hjá […]

Laust starf í Sögufélagi

Sögufélag auglýsir eftir nákvæmum þúsundþjalasmiði sem hefur gaman af bókum, miðlun, markaðsstarfi og mannlegum samskiptum. Sögufélag er vettvangur íslenskrar sagnfræði. Hlutverk þess er að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni. Félagið var stofnað árið 1902 og er þekkt fyrir vandaða og verðlaunaða útgáfu. Markmið Sögufélags er að auka þekkingu, […]

Ný vefsíða Sögu og hlaðvarp kynnt á aðalfundi

Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 25. febrúar síðastliðinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var fundarstjóri Gunnar Þór Bjarnason. Skýrslu stjórnar flutti Hrefna Róbertsdóttir forseti, og Helga Maureen Gylfadóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga til samþykktar.  Að því loknu tók við hlé og eftir það ræddi Markús Þ. Þórhallsson um Blöndu, […]

Konur sem kjósa fá Fjöruverðlaun

Konur sem kjósa taka við verðlaunum

Í gær, 8. mars, var tilkynnt að Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir hefðu hlotið Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir bókina Konur sem kjósa. Aldarsaga. Þorgerður lést sem kunnugt er í júlí síðastliðnum, og tók ekkill hennar Ágúst Ásgeirsson við verðlaununum fyrir hennar hönd.  Í umfjöllun dómnefndar um bókina […]

Ný vefsíða tímaritsins Sögu í loftið á fimmtudag

Á aðalfundi Sögufélags þann 25. febrúar verður nýr vefur tímaritsins Sögu settur í loftið. Á vefnum verða birtar valdar greinar og annað efni úr tímaritinu, veittar upplýsingar um útgáfuferli, innsendingu efnis og ritreglur. Hann mun jafnframt geyma gagnagrunn yfir allt efni sem birt hefur verið í Sögu.  Vefnum hefur meðal annars verið komið í loftið […]