Tilkynningar frá Sögufélagi

Skrifstofa Sögufélags lokar 1. júlí vegna sumarleyfa en opnar aftur eftir verslunarmannahelgi þriðjudaginn 3. ágúst.
 

Vandamál við dreifingu á vorhefti Sögu

Vorhefti Sögu fór í dreifingu í fyrstu viku júní fyrir Sögukvöldið sem haldið var þann 10. júní. Samið hafði verið við nýja dreifingaraðila um heimakstur á höfuðborgarsvæðinu og því miður fylgdu því miklir byrjunarerfiðleikar. Fyrir vikið seinkaði dreifingu en vonandi eru félagar komnir með hnausþykkt heftið í hendur núna. Innheimtukröfur hafa verið stofnaðar í banka en þeir sem óska eftir að fá sendan reikning fyrir heftinu geta haft samband við Sögufélag í póstfangið sogufelag@sogufelag.is.

Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessum töfum á dreifingu.