Björn Bjarnason fór fögrum orðum um Fulltrúa þess besta í bandarískri menningu eftir Hauk Ingvarsson í Morgunblaðinu. Hann sagði meðal annars:
„Að finna þráð til að kynna nýja söguskoðun á trúverðugan hátt, er vandasamt. Að gera það með svo sterkum rökum að ekki sé unnt að hafa nýju kenninguna að engu, krefst mikilla rannsókna, þekkingar og hæfileika til að breyta viðteknum sjónarmiðum án þess að rústa því sem fyrir er. Þetta tekst Hauki Ingvarssyni í bókinni Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu. […] Haukur Ingvarsson beinir umræðum um bókmenntasöguna og menningarátök 20. aldarinnar inn á nýja braut með tímamótaverki sínu.“