Aðalfundur Sögufélags

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þann 15. febrúar næstkomandi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, kl. 18:00–19:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verða lagðar fram tillögur að lagabreytingum sem félagsmenn geta kynnt sér hér.
 
Eftir stutt hlé mun Páll Björnsson flytja erindið „Deilt um ættarnöfn á Íslandi í 170 ár“. Sögufélag gaf út bók Páls Ættarnöfn á Íslandi. Átök og ímyndir síðastliðið haust og hlaut bókin nýverið fimm stjörnu dóm í Morgunblaðinu.
 
Boðið verður upp á léttar veitingar og verða bækur félagsins til sölu á staðnum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina. Allir velkomnir.