Tvær tilnefningar til Hagþenkis

Til­kynnt var þann 9. febrúar 2022 hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir út­gáfu­árið 2021. Tvær bækur sem tengjast Sögufélagi fengu tilnefniningu til verðlaunanna.

Már Jóns­son (rit­stjóri). Gald­ur og guðlast á 17. öld. Dóm­ar og bréf I-II.

Umsögn dómnefndar:

„Rit sem opn­ar greiða leið að frum­heim­ild­um um galdra­mál og veit­ir jafn­framt góða yf­ir­sýn yfir fram­andlegt tíma­bil sög­unn­ar.“

Kristjana Krist­ins­dótt­ir. Lénið Ísland. Valds­menn á Bessa­stöðum og skjala­safn þeirra á 16. og 17. öld. (Útg. Þjóðskjalasafn Íslands).

Umsögn dómnefndar:

„Vandað og ít­ar­legt verk um stöðu Íslands sem léns í danska kon­ungs­rík­inu, byggt á um­fangs­mik­illi rann­sókn á frum­heim­ild­um.“