Konur sem kjósa hlýtur evrópsk hönnunarverðlaun!

Snæfríð Þorsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir hlutu gullverðlaun Art Directors Club Europe fyrir hönnun sína á Konur sem kjósa. FÍT, Félag íslenskra teiknara, er aðili að ADCE en fremstu verk hvers lands eru send í keppnina sem svo eru dæmd af 53 fagaðilum frá 19 löndum í Evrópu. Konur sem kjósa hreppti gullið í flokknum Editorial design. 

Þetta eru önnur gullverðlaunin sem Snæfríð og Hildigunnur hljóta fyrir hönnun sína á Konur sem kjósa, en fyrr á árinu fékk bókin jafnframt gullverðlaun FÍT í flokknum bókahönnun. Bókin var jafnframt tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands á dögunum.

Sögufélag þakkar kærlega samstarfið og óskar Snæfríð, Hildigunni og samstarfsfólki þeirra innilega til hamingju með viðurkenninguna!