Aðalfundur Sögufélags 25. febrúar

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þann 25. febrúar næstkomandi í Sögufélagi, Dyngjuvegi 8, kl. 18:00–19:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en að þeim loknum verður gert stutt hlé. Eftir það munu Arnór Gunnar Gunnarsson og Jón Kristinn Einarsson kynna nýja vefsíðu tímaritsins Sögu, og Markús Þ. Þórhallson kynna Blöndu, nýtt hlaðvarp Sögufélags. Boðið verður upp á […]

Vel samin rit fá viðurkenningu

Í desember síðastliðnum var úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Sjóðurinn veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum og er úthlutað úr honum á tveggja ára fresti. Í þetta sinn fengu tvær bækur félagsins viðurkenningu. Í þetta sinn var 10,6 milljónum króna úthlutað úr sjóðnum. Hinir útvöldu […]

Sumarliði hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin

Sumarliði R. Ísleifsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki fræðibóka fyrir bók sína, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár. Í umsögn lokadómnefndar segir: Löndin í norðri, Ísland og Grænland, voru öldum saman sveipuð dularfullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. Í ritinu Í fjarska […]

Rætt við Áslaugu Sverrisdóttur í hlaðvarpi Sögufélags

Út er kominn sjötti þáttur Blöndu, hlaðvarps Sögufélags. Þar er rætt við Áslaugu Sverrisdóttur, höfund bókarinnar Handa á milli. Sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013.  Hún segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á […]

Saga er komin út

Hausthefti Sögu 2020 er komið út og er dreifing yfirstandandi. Hinum vanalega útgáfufögnuði hefur verið frestað og vonandi verður hægt að taka á móti fólki á sögukvöldi í Gunnarshúsi eftir áramót.  Í heftinu kennir ýmissa grasa og fyrst ber að nefna þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti […]

Miðbæjarmarkaður opinn um helgina

Miðbæjarmarkaður Sögufélags í Aðalstræti 10 verður opinn aftur helgina 5. og 6. desember kl. 13–17.  Lítið í heimsókn, kynnið ykkur útgáfu Sögufélags 2020 og kaupið árituð eintök á tilboðsverði. 

Í fjarska norðursins og Konur sem kjósa tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Miðvikudaginn 2. desember var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það gleður okkur að segja frá því að tvær bóka Sögufélags árið 2020 hafa verið tilnefndar í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis: Í fjarska norðursins eftir Sumarliða R. Ísleifsson og Konur sem kjósa eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.  Umsögn dómnefndar […]

Blanda – hlaðvarp Sögufélags komið í loftið

Blanda – hlaðvarp Sögufélags hefur verið sett í loftið. Það er aðgengilegt á vefsíðu okkar, á slóðinni sogufelag.is/blanda, og á Spotify. Dreifing á helstu hlaðvarpsveitur er yfirstandandi og verður Blanda komin þangað inn innan skamms. Stjórnandi hlaðvarpsins er Markús Þ. Þórhallsson fréttamaður, en honum til halds og trausts er Jón Kristinn Einarsson starfsmaður Sögufélags. Fimm þættir […]

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir (1968–2020) var sjálfstætt starfandi kynja- og sagnfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni. Rannsóknir Þorgerðar beindust einkum að jafnrétti í samtímanum, bæði kynjajafnrétti og jafnrétti í víðari skilningi. Hún rannsakaði einnig ólíkar kvenímyndir, þar með taldar líkamsímyndir og fegurð. Bók hennar og Báru Baldursdóttur, Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2019. […]

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Ragnheiður Kristjánsdóttir (f. 1968) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Meðal verka hennar er bókin Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944, sem kom út árið 2008. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu 19. og 20. aldar, nánar tiltekið sögu vinstri hreyfingarinnar, þróun lýðræðis og nú síðast kvenna- og […]