Sögukvöld 17. nóvember

Í tilefni af útkomu Sögu stendur Sögufélag fyrir Sögukvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20. Fundarstjóri er Kristín Svava Tómasdottir, sem ásamt Vilhelm Vilhelmssyni er annar ritstjóri Sögu. Fram koma höfundar ritrýndra greina:Helgi Þorláksson ræðir Guðmund góða Arason og biskupstíð hans og veltir fyrir sér hvernig áhrifa söguskoðunar sjálfstæðisbaráttunnar gæti í síðari tíma umfjöllun […]

Saga LX – 2 2022 komin út

Saga LX – 2 2022 er komin út og á leið til áskrifenda og í búðir.  Anna Dröfn Ágústsdóttir skrifar forsíðumyndargrein sem kemur úr safni Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara og sýnir fundarmenn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins haustið 1951. Álitamál eru að þessu sinni helguð Sögu og útgáfu fræðitímarita á 21. öld. Á Íslenska Söguþinginu, sem var […]

Farsótt mærð á Facebook

Nokkrir hafa skrifað færslur um bókina Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, sem okkur þykir ástæða til að fagna. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, var stórhrifin og sagði: „Bravó! Bravó! Besta íslenska bók ársins 2022 er fundin.“ Hann veit líka að oft er ekki prentað mjög mikið af fræðibókum og hvetur fólk til […]

Tveir lofsamlegir dómar

Bækurnar Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Stund milli stríða eftir Guðna Th. Jóhannesson fengu báðar jákvæða dóma hjá Elínu Hrist í Fréttablaðinu. Um Farsótt segir Elín: „Afar fróð­leg og vel skrifuð bók um efni sem hefur mikla skír­skotun til okkar tíma þegar Co­vid-fárið er ný­af­staðið, í bili að minnsta kosti.“ Dómin má lesa hér: […]

Ráðstefna í tilefni af heildarútgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 þann 15. september kl. 13:30–16:30

Landsnefndin fyrri 1770-1771 - öll bindi

Fjölmenni lagði leið sína á Þjóðskjalasafn Íslands í síðustu viku þegar útgáfu sjötta og síðasta bindis í heildarútgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771 var fagnað á árlegum Rannsóknardegi safnsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Adam Grønholm staðgengill sendiherra Danmerkur á Íslandi tóku við fyrstu eintökunum af sjötta bindinu úr hendi útgefandanna, Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavarðar, […]

Svipmyndir frá útgáfuhófi Stundar milli stríða eftir Guðna Th. Jóhannesson

Svipmyndir úr útgáfuhófi Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th.Jóhannesson, sem fram fór í Sjóminjasafni Íslands 1. september síðastliðinn. Þá voru 50 ár liðin fráútfærslu landhelginnar í 50 mílur – 1. september 1972. Hjalti Hugason, varaforseti Sögufélags, bauð gesti velkomna Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ hélt tölu fyrir hönd útgáfunefndar Höfundur sagði frá […]

Útgáfuhóf: Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson

Sögufélag gefur út bókina Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing og forseta Íslands. Í tilefni útgáfunnar býður Sögufélag til hófs fimmtudaginn 1. september í Sjóminjasafninu í Reykjavík.  Útgáfuhófið er öllum opið. Dagskráin hefst klukkan 17.00 og boðið verður upp á léttar veitingar og ljúfa tóna Óskars Magnússonar gítarleikara. Guðni Th. Jóhannesson […]

Móttaka í Alþingi í tilefni af útkomu Yfirréttarins á Íslandi

Forseti Alþingis Birgir Ármannsson bauð til móttöku í skála Alþingis 31. mars síðastliðin í tilefni af útkomu á öðru bindi Yfirréttarins á Íslandi. Fyrsta bindi kom út árið 2011 og seldist upp. Árið 2019 ákvað Alþingi að styrkja útgáfu á heildarsafni dóma og skjala Yfirréttarins á Íslandi í tíu bindum. Þjóðskjalasafni Íslands og Sögufélagi var […]

Ættarnöfn á Íslandi tilnefnd til FÍT verðlauna

Ættarnöfn á Íslandi hlýtur tilnefningu til verðlauna FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun. Sögufélag óskar hönnuðunum, Arnari&Arnari, og höfundi bókarinnar, Páli Björnssyni, innilega til hamingju.   Þetta er annað árið í röð sem bók gefin út af Sögufélagi er tilnefnd, en árið 2021 hlutu Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir gullverðlaun FÍT fyrir hönnun […]

120 ára afmæli Sögufélags: Öldungur ungur í anda

Sögufélag fagnar 120 ára afmæli þann 7. mars 2022. Félagið var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. Enn í dag er félagið helsti útgefandi rita af þessu tagi og vinnur ötullega að því að auka þekkingu, skilning […]