Svipmyndir frá útgáfuhófi Stundar milli stríða eftir Guðna Th. Jóhannesson

Svipmyndir úr útgáfuhófi Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 eftir Guðna Th.
Jóhannesson, sem fram fór í Sjóminjasafni Íslands 1. september síðastliðinn. Þá voru 50 ár liðin frá
útfærslu landhelginnar í 50 mílur – 1. september 1972.

  • Hjalti Hugason, varaforseti Sögufélags, bauð gesti velkomna
  • Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ hélt tölu fyrir hönd útgáfunefndar
  • Höfundur sagði frá bókinni
  • Gerður Kristný flutti frumsamið ljóð um varðskipið Óðinn, sem var afmælisgjöf Borgarsögusafns
    Reykjavíkur til Óðins, í tilefni 60 ára afmælis hans.
    Tónlist flutti Óskar Magnússon gítarleikari.