Farsótt mærð á Facebook

Nokkrir hafa skrifað færslur um bókina Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, sem okkur þykir ástæða til að fagna.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, var stórhrifin og sagði:

„Bravó! Bravó! Besta íslenska bók ársins 2022 er fundin.“

Hann veit líka að oft er ekki prentað mjög mikið af fræðibókum og hvetur fólk til þess að drífa sig út í búð

„Ég myndi í ykkar sporum ekki taka sénsinn á að bíða fram á Þorláksmessu með að næla í eintak. Það má kaupa bækur í október og lesa þær strax.“

Þessi skrif urðu að frétta á Hringbraut.

Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður, segir:

 „Mikið er þetta nú góð bók.“

Halldór Guðmundsson, útgefandi og rithöfundur, segir:

„Svona á að gera bækur!“