Ríkisstjórn styrkir nýja Íslandssögu fyrir almenning
Í tilefni 120 ára afmælis Sögufélags lagði Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra viðskipta- og menningarmála, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögu fyrir ríkisstjórn um að Sögufélagi skyldi veittur styrkur til þess að hefja útgáfu á nýrri smáritaröð um Íslandssögu fyrir almenning. Ríkisstjórn samþykkti að veita styrk til útgáfu fyrsta ritsins að upphæð 3,5 milljónir króna en stefnt […]
Bláa lónið styrkir Aldarsjóð Sögufélags
Meðal þess sem kynnt var á 120 ára afmælishátíð Sögufélags þann 1. desember síðastliðinn var rausnarlegur styrkur Bláa lónsins til Aldarsjóðs – útgáfusjóðs Sögufélags. Aldarsjóður er hugmynd sem fyrst varð til í aðdraganda aldarafmælis félagsins fyrir 20 árum. Á þeim tímamótum fóru stjórnarmenn að huga að því hvernig hægt væri að skjóta fótunum undir starfsemi […]
Fjölmenni á afmælishátíð Sögufélags
Þann 1. desember síðastliðinn blés Sögufélag til afmælishátíðar til þess að fagna því að í ár eru liðin 120 ár frá stofnun félagsins árið 1902. Góð mæting var í Bryggjusal Sjóminjasafnsins. Fimm tóku til máls og fjölluðu um starf félagsins á einn hátt eða annan. Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra viðskipa- og menningarmála, flutti ávarp þar […]
120 ára afmælishátíð Sögufélags
Afmælishátíð Sögufélags 1. desember 2022 kl. 16 – öllum boðið Sögufélag fagnar 120 ára afmæli í ár. Félagið var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. Enn í dag er félagið helsti útgefandi rita af þessu tagi og […]
Graðar konur, kvár og bleiki þríhyrningurinn
Í tilefni af mikilli grósku í rannsóknum á hinsegin sögu og hinseginleika er efnt til málstofu og fögnuðar mánudaginn 28. nóvember kl. 20 í sal Samtakanna 78 við Suðurgötu 3, 101 Reykjavík. Öll hjartanlega velkomin. Vera Illugadóttir er málstofustjóri og fram koma fimm fyrirlesarar: – Hafdís Erla Hafsteinsdóttir: Úr fangabúðum í frelsisgöngur. Ferðalag bleika þríhyrningsins […]
Sögukvöld 17. nóvember
Í tilefni af útkomu Sögu stendur Sögufélag fyrir Sögukvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20. Fundarstjóri er Kristín Svava Tómasdottir, sem ásamt Vilhelm Vilhelmssyni er annar ritstjóri Sögu. Fram koma höfundar ritrýndra greina:Helgi Þorláksson ræðir Guðmund góða Arason og biskupstíð hans og veltir fyrir sér hvernig áhrifa söguskoðunar sjálfstæðisbaráttunnar gæti í síðari tíma umfjöllun […]
Saga LX – 2 2022 komin út
Saga LX – 2 2022 er komin út og á leið til áskrifenda og í búðir. Anna Dröfn Ágústsdóttir skrifar forsíðumyndargrein sem kemur úr safni Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara og sýnir fundarmenn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins haustið 1951. Álitamál eru að þessu sinni helguð Sögu og útgáfu fræðitímarita á 21. öld. Á Íslenska Söguþinginu, sem var […]
Farsótt mærð á Facebook
Nokkrir hafa skrifað færslur um bókina Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur, sem okkur þykir ástæða til að fagna. Stefán Pálsson, sagnfræðingur, var stórhrifin og sagði: „Bravó! Bravó! Besta íslenska bók ársins 2022 er fundin.“ Hann veit líka að oft er ekki prentað mjög mikið af fræðibókum og hvetur fólk til […]
Tveir lofsamlegir dómar
Bækurnar Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Stund milli stríða eftir Guðna Th. Jóhannesson fengu báðar jákvæða dóma hjá Elínu Hrist í Fréttablaðinu. Um Farsótt segir Elín: „Afar fróðleg og vel skrifuð bók um efni sem hefur mikla skírskotun til okkar tíma þegar Covid-fárið er nýafstaðið, í bili að minnsta kosti.“ Dómin má lesa hér: […]
Ráðstefna í tilefni af heildarútgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 þann 15. september kl. 13:30–16:30
Fjölmenni lagði leið sína á Þjóðskjalasafn Íslands í síðustu viku þegar útgáfu sjötta og síðasta bindis í heildarútgáfu á skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771 var fagnað á árlegum Rannsóknardegi safnsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Adam Grønholm staðgengill sendiherra Danmerkur á Íslandi tóku við fyrstu eintökunum af sjötta bindinu úr hendi útgefandanna, Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavarðar, […]