Nýr þáttur af Blöndu

Í síðustu viku kom út nýr þáttur af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags.

Í þættinum ræðir Katrín Lilja Jónsdóttir við Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sagnfræðing á Þjóðskjalasafni Íslands og einn af ritstjórum Yfirréttarins á Íslandi í tilefni af útgáfu þriðja bindisins. Ragnhildur segir hlustendum Blöndu upp og ofan af útgáfunni, heimildaleit og gloppóttum skjalasöfnum og mikilvægi útgáfu þessa rits.