Starfsfólk kveður

Gott starfsfólk Sögufélags kveður og haslar sér völl á nýjum vettvangi;

Jón Kristinn Einarsson sem hefur verið með okkur í fjölbreyttum verkum Sögufélags er hefja doktorsnám við University of Chicago.

Einar Kári Jóhannsson sem bæði sinnti starfi verkefnastjóra og útgáfustjóra hefur hafið störf hjá Benedikt bókaútgáfu.

Brynhildur Ingvarsdóttir f.v. framkvæmdastjóri Sögufélagins söðlar um og hverfur nú til starfa hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Sögufélagið þakkar þeim vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.