Nýr framkvæmdastjóri Sögufélags

Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sögufélags.

Guðrún hefur áður starfað sem sýningastjóri á Þjóðminjasafni Íslands, verkefnastjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni og Benedikt bókaútgáfu sem og JPV forlagi. Guðrún er með MFA Gráðu frá The School of the Art Institute of Chicago, diplómagráðu í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá EHÍ og er auk þess lærður sjúkraliði. Hún hefur komið að útgáfu bóka og sýningarskráa í tengslum við fyrri störf.

Guðrún tekur við af Brynhildi Ingvarsdóttur sem hefur sinnt starfinu frá ársbyrjun 2019 en hverfur nú til starfa á Þjóðskjalasafni Íslands.

Stjórn Sögufélags býður Guðrúnu hjartanlega velkomna til starfa.