Sögukvöld 18. maí

Saga LXI – I 2023 kemur út núna í maí og að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 18. maí, kl. 20.

Fram koma höfundar greina í heftinu:

Rósa Magnúsdóttir ræðir um íslenska poppara í austurvegi á síðustu árum kalda stríðsins.

Ása Ester Sigurðardóttir ræðir getnaðarvarnarpilluna á Íslandi 1960-1980.

Unnur Birna Karlsdóttir ræðir upphaf dýraverndarstefnu á Íslandi.

Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir ræðir fræðasamfélagið utan háskólanna.

Léttar veitingar í boði og öll velkomin! 

Hér má finna viðburðinn á Facebook.