Kristín Svava tekur við Fjöruverðlaunum

Kristín Svava tók á móti Fjöruverðlaununum í 8. mars og notaði tækifærið til þess að impra á mikilvægi skjalasafna í ræðu sinni.

 „Gögnin sem geymd eru á skjalasöfnum eins og Borgarskjalasafninu og Þjóðskjalasafninu eru grunnurinn að sameiginlegri sögu okkar, hvort sem hún einkennist af samstöðu eða átökum, og varðveisla þeirra og aðgengi að þeim er lykilatriði jafnt fyrir fræðimenn, stjórnsýsluna og almenna borgara.“

Hér má lesa ræðuna í heild sinni.