Hjalti Snær Ægisson
Hjalti Snær Ægisson (f. 1981) er doktor í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands (2019). Hann ritstýrði, ásamt Aðalgeir Kristjánssyni, bréfaskiptum Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar sem komu út í smáritaröð Sögufélags árið 2011. Bækur eftir höfund Ekkert nýtt, nema veröldin
Kristín Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir (f. 1947) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands. Meistararitgerð hennar fjallaði um sérframboð kvenna í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2007. Bækur eftir höfund Hlustaðu á þína innri rödd: Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982-1987
Haraldur Bernharðsson
Haraldur Bernharðsson (f. 1968) er dósent í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og doktor í málvísindum frá Cornell-háskóla (2001). Hann var einn þriggja ritstjóra Járnsíðu og Kristniréttar Árna Þorlákssonar sem kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2005. Bækur eftir höfund Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar
Patricia Pires Boulhosa
Patricia Pires Boulhosa (f. 1965) er með doktorspróf í miðaldasagnfræði frá Cambridge-háskóla (f. 2003). Doktorsritgerð hennar fjallaði um Gamla sáttmála. Þar hélt hún því fram að sáttmálinn væri tilbúningur frá 15. öld og að samantekt hans hafi verið liður í baráttu íslenskra höfðingja við Noregskonung vegna ágreinings um verslun. Stytt útgáfa doktosritgerðarinnar kom út í […]
Guðmundur J. Guðmundsson
Guðmundur J. Guðmundsson (f. 1954) er sagnfræðingur (cand. mag.) frá Háskóla Íslands og kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hann sat í stjórn Sögufélags á árunum 1998-2006 og var ritstjóri Sögu 1995-2002, 2005 og 2007. Bækur eftir höfund Á hjara veraldar – Saga norrænna manna á Grænlandi Á hjara Veraldar
Helgi Þorláksson
Helgi Þorláksson (f. 1945) er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og er prófessor emeritus við sama skóla. Helgi hefur setið í stjórn Sögufélags og var ritstjóri Sögu á árunum 1984-1986. Bækur eftir höfund Leiðarminni: Helgi Þorláksson sjötugur 8. ágúst 2015 Reykjavík í 1100 ár
Gísli Ágúst Gunnlaugsson
Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1953-1996) var dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA (Hons.) prófi frá háskólanum í East-Anglia á Englandi árið 1976 og kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann varði doktorsritgerð sína Family and Household in Iceland 1801-1930 frá Uppsalaháskóla árið 1988. Ári síðar hóf hann kennslu við sagnfræðiskor Háskóla Íslands og […]
Einar Laxness
Einar Laxness (1931-2016) var cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands (1959). Hann kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1966-1987 og var skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Árin 1961-1988 sat Einar í stjórn Sögufélags, var forseti þess 1978-1988 og ritstýrði Sögu 1973-1978. Bækur eftir höfund Jón Sigurðsson forseti 1811-1879
Sigurður Þórarinsson
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var íslenskur náttúrufræðingur, jarðfræðingur, landfræðingur, eldfjallafræðingur og jöklafræðingur, prófessor við Háskóla Íslands og vísnaskáld. Árið 1962 kom bók hans, Heklueldar, út hjá Sögufélag og árið 1982 gaf Sögufélag út greinasafnið Eldur er í norðri til heiðurs honum sjötugum. Bækur eftir höfund Eldur er í norðri. Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum
Gunnar Benediktsson
Gunnar Benediktsson var þjóðkunnur rithöfundur og prestur. Eftir hann liggja skáldsögur, leikrit, ritgerðasöfn, sagnfræðirit og endurminningar. Skömmu áður en Gunnar lést, 1981, hafði hann lokið við að rita ævisögu Odds frá Rósuhúsi, sem Sögufélag gaf út árið 1982. Bækur eftir höfund Oddur frá Rósuhúsi: ævisaga Odds V. Gíslasonar