Landsnefndin fyrri 1770-1771 V bindi – útgáfuviðburður

Til að fagna útkomu fimmta bindis ritraðarinnar um Landsnefndina fyrri 1770-1771 verður haldinn opinn viðburður í streymi á Facebook þriðjudaginn 27. október klukkan 15:00-16:00. Þar verða flutt erindin:

  • Hrefna Róbertsdóttir: Þremenningarnir í Landsnefndinni. Hugmyndir, úrvinnsla og tillögur.
  • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir: Kostnaður konungs vegna Landsnefndarinnar fyrri.
  • Helga Hlín Bjarnadóttir: Húsagi og landsagi í uppkasti Þorkels Fjeldsteds að landsagatilskipun.

Til að taka þátt: https://www.facebook.com/events/3431371200288678

„Reykjavík ætti auk þess til ævarandi minningar um Yðar Hátignar landsföðurlegu umhyggju fyrir Íslandi að hlotnast sá heiður að vera nefnd Kristjánsvík. Á sama hátt gæti Eyjafjörður fyrir norðan notið þeirrar náðar að fá nafnið Kristjánsfjörður.“ Þannig hljóðaði ein af tillögum Landsnefndarinnar fyrri um viðreisn Íslands árið 1771. Í bókinni eru birtar fundargerðir og önnur gögn nefndarinnar. Hún er fimmta af sex bókum þar sem öll frumskjöl Landsnefndarinnar verða birt.