Haukur Ingvarsson skrifaði í dag undir samning um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerðar hans, „Orðspor Williams Faulkner á Íslandi. Menningarsamskipti Íslands og Bandaríkjanna 1930–1960“, hjá Sögufélagi.
Haukur leitar svara við því hvernig nafn Faulkner varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi 1933–1960. Á sama tíma kannar hann samspil íslenska bókmenntakerfisins við erlend bókmenntakerfi, á tímum þegar staða landsins gagnvart umheiminum tók miklum breytingum.
Bókin verður ánægjuleg viðbót við fjölbreytta útgáfu Sögufélags.