Laust starf í Sögufélagi
Sögufélag auglýsir eftir nákvæmum þúsundþjalasmiði sem hefur gaman af bókum, miðlun, markaðsstarfi og mannlegum samskiptum. Sögufélag er vettvangur íslenskrar sagnfræði. Hlutverk þess er að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni. Félagið var stofnað árið 1902 og er þekkt fyrir vandaða og verðlaunaða útgáfu. Markmið Sögufélags er að auka þekkingu, […]
Ný vefsíða Sögu og hlaðvarp kynnt á aðalfundi
Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 25. febrúar síðastliðinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var fundarstjóri Gunnar Þór Bjarnason. Skýrslu stjórnar flutti Hrefna Róbertsdóttir forseti, og Helga Maureen Gylfadóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga til samþykktar. Að því loknu tók við hlé og eftir það ræddi Markús Þ. Þórhallsson um Blöndu, […]
Konur sem kjósa fá Fjöruverðlaun
Í gær, 8. mars, var tilkynnt að Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir hefðu hlotið Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna, fyrir bókina Konur sem kjósa. Aldarsaga. Þorgerður lést sem kunnugt er í júlí síðastliðnum, og tók ekkill hennar Ágúst Ásgeirsson við verðlaununum fyrir hennar hönd. Í umfjöllun dómnefndar um bókina […]
Ný vefsíða tímaritsins Sögu í loftið á fimmtudag
Á aðalfundi Sögufélags þann 25. febrúar verður nýr vefur tímaritsins Sögu settur í loftið. Á vefnum verða birtar valdar greinar og annað efni úr tímaritinu, veittar upplýsingar um útgáfuferli, innsendingu efnis og ritreglur. Hann mun jafnframt geyma gagnagrunn yfir allt efni sem birt hefur verið í Sögu. Vefnum hefur meðal annars verið komið í loftið […]
Aðalfundur Sögufélags 25. febrúar
Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þann 25. febrúar næstkomandi í Sögufélagi, Dyngjuvegi 8, kl. 18:00–19:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en að þeim loknum verður gert stutt hlé. Eftir það munu Arnór Gunnar Gunnarsson og Jón Kristinn Einarsson kynna nýja vefsíðu tímaritsins Sögu, og Markús Þ. Þórhallson kynna Blöndu, nýtt hlaðvarp Sögufélags. Boðið verður upp á […]
Vel samin rit fá viðurkenningu
Í desember síðastliðnum var úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Sjóðurinn veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum og er úthlutað úr honum á tveggja ára fresti. Í þetta sinn fengu tvær bækur félagsins viðurkenningu. Í þetta sinn var 10,6 milljónum króna úthlutað úr sjóðnum. Hinir útvöldu […]
Sumarliði hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin
Sumarliði R. Ísleifsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2020 í flokki fræðibóka fyrir bók sína, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár. Í umsögn lokadómnefndar segir: Löndin í norðri, Ísland og Grænland, voru öldum saman sveipuð dularfullum og framandi bjarma í augum þeirra ferðalanga sem þangað lögðu leið sína. Í ritinu Í fjarska […]
Landsnefndin á Hringbraut
Hrefna Róbertsdóttir, önnur tveggja ritstjóra Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 og forseti Sögufélags, var í viðtali hjá Birni Jóni Bragasyni í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut í síðustu viku. Hægt er að nálgast þáttinn hér. Áfram má kaupa allt landsnefndarsafnið á sérstöku tilboði hér á vefsíðunni.
Jólakveðja Sögufélags
Hausthefti Sögu rætt í Blöndu, hlaðvarpi Sögufélags
Í sjöunda þætti Blöndu, hlaðvarps Sögufélags, er rætt við Kristínu Sövu Tómasdóttur um hausthefti Sögu 2020. Í heftinu kennir ýmissa grasa og ber helst að nefna þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti Hugason fjallar um heimagrafreiti á Íslandi á nítjándu og tuttugustu öld og Brynja Björnsdóttir skrifar […]