Rætt við Áslaugu Sverrisdóttur í hlaðvarpi Sögufélags

Út er kominn sjötti þáttur Blöndu, hlaðvarps Sögufélags. Þar er rætt við Áslaugu Sverrisdóttur, höfund bókarinnar Handa á milli. Sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013.  Hún segir frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á […]

Saga er komin út

Hausthefti Sögu 2020 er komið út og er dreifing yfirstandandi. Hinum vanalega útgáfufögnuði hefur verið frestað og vonandi verður hægt að taka á móti fólki á sögukvöldi í Gunnarshúsi eftir áramót.  Í heftinu kennir ýmissa grasa og fyrst ber að nefna þrjár ritrýndar greinar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifar um landnám kynjasögunnar á Íslandi á þessari öld, Hjalti […]

Miðbæjarmarkaður opinn um helgina

Miðbæjarmarkaður Sögufélags í Aðalstræti 10 verður opinn aftur helgina 5. og 6. desember kl. 13–17.  Lítið í heimsókn, kynnið ykkur útgáfu Sögufélags 2020 og kaupið árituð eintök á tilboðsverði. 

Í fjarska norðursins og Konur sem kjósa tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Miðvikudaginn 2. desember var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það gleður okkur að segja frá því að tvær bóka Sögufélags árið 2020 hafa verið tilnefndar í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis: Í fjarska norðursins eftir Sumarliða R. Ísleifsson og Konur sem kjósa eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.  Umsögn dómnefndar […]

Blanda – hlaðvarp Sögufélags komið í loftið

Blanda – hlaðvarp Sögufélags hefur verið sett í loftið. Það er aðgengilegt á vefsíðu okkar, á slóðinni sogufelag.is/blanda, og á Spotify. Dreifing á helstu hlaðvarpsveitur er yfirstandandi og verður Blanda komin þangað inn innan skamms. Stjórnandi hlaðvarpsins er Markús Þ. Þórhallsson fréttamaður, en honum til halds og trausts er Jón Kristinn Einarsson starfsmaður Sögufélags. Fimm þættir […]

Landsnefndin komin á frímerki

Nýverið var tilkynnt að útgáfu nýrra íslenskra frímerkja væri hætt. Ellefu frímerki komu út þann 29. október síðastliðinn og voru það síðustu frímerkin sem munu koma út. Sú staðreynd er auðvitað sorgleg en það gleður okkur þó að greina frá því að á meðal þeirra var frímerki Landsnefndarinnar fyrri, þar sem innsiglum nefndarinnar bregður fyrir.  […]

Konur sem kjósa á ferð og flugi

Höfundar Kvenna sem kjósa hafa verið til viðtals í hinum ýmsu fjölmiðlum síðustu daga. Langt og ítarlegt viðtal má finna í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Morgunvakt Rásar 1 fékk þær í heimsókn og  í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, taka þær þátt í Kynjaþingi á vegum Kvenréttindafélags Íslands.  Konur sem kjósa má sem fyrr kaupa með ókeypis heimsendingu hér […]

Áslaug Sverrisdóttir á Hringbraut og Rás 1

Handa á mill – Heimilisiðnaðarfélag Íslands 1913–2013 eftir Áslaugu Sverrisdóttur kom út þann 29. október síðastliðinn. Gaman er að segja frá því að höfundurinn var til viðtals á Hringbraut í þættinum Saga og samfélag hjá Birni Jóni Bragasyni í síðustu viku. Þá fór Áslaug jafnframt í áhugavert viðtal í Víðsjá á Rás 1 fyrir skömmu.  Sem fyrr má kaupa […]

Lokað á skrifstofu Sögufélags til 17. nóvember

Skrifstofa Sögufélags á Dyngjuvegi er áfram lokuð fram til 17. nóvember þegar ný tilmæli um sóttvarnir verða birt. Áfram er þó hægt að sækja til okkar bækur eftir samkomulagi, best er að senda okkur póst í sogufelag@sogufelag.000web.site eða hringja í 781-6400. Við bendum á netverslunina á www.sogufelag.is en þar er hægt að panta nýjustu bækurnar með […]

Forsölutilboði lýkur á miðnætti á miðvikudag

Undanfarið hafa nýjar bækur Sögufélags verið á forsölutilboði hér í vefversluninni með heimsendingu í kaupbæti. Konur sem kjósa: Aldarsaga, Handa á milli: Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár og Landsnefndin fyrri 1770-1771 V eru allar á tilboði fram til miðnættis miðvikudaginn 4. nóvember. Að því […]