Ný vefsíða Sögu og hlaðvarp kynnt á aðalfundi

Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 25. febrúar síðastliðinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var fundarstjóri Gunnar Þór Bjarnason. Skýrslu stjórnar flutti Hrefna Róbertsdóttir forseti, og Helga Maureen Gylfadóttir gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga til samþykktar. 

Að því loknu tók við hlé og eftir það ræddi Markús Þ. Þórhallsson um Blöndu, nýtt hlaðvarp Sögufélags, og Arnór Gunnar Gunnarsson og Jón Kristinn Einarsson kynntu og opnuðu nýja vefsíðu tímaritsins Sögu

Aðalfundurinn var velheppnaður og að erindum loknum áttu sér stað áhugaverðar umræður um störf og framtíð félagsins.