Aðalfundur Sögufélags 25. febrúar

Aðalfundur Sögufélags verður haldinn þann 25. febrúar næstkomandi í Sögufélagi, Dyngjuvegi 8, kl. 18:00–19:30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, en að þeim loknum verður gert stutt hlé. Eftir það munu Arnór Gunnar Gunnarsson og Jón Kristinn Einarsson kynna nýja vefsíðu tímaritsins Sögu, og Markús Þ. Þórhallson kynna Blöndu, nýtt hlaðvarp Sögufélags.

Boðið verður upp á léttar veitingar og verða bækur félagsins seldar á staðnum. Áhugasömum er bent á að vegna sóttvarna verða gestir að skrá sig fyrir fram með tölvupósti á netfangið sogufelag@sogufelag.is.